NBA: Þá var aftur kátt í Cleveland-höllinni | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 07:00 LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum. NBA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum.
NBA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira