Konungurinn sem er áttatíu og átta ára gamall er dýrkaður og dáður af Taílendingum en hann þykir hafa haldið landinu saman í gegnum áratugi af pólitískum óstöðugleika. Gamli maðurinn er hins vegar við slæma heilsu og hefur ekki sést opinberlega í fleiri mánuði.
Heilsan er raunar svo slæm, að í fyrradag gekkst hann undir hjartauppskurð, sem sagður er hafa gengið þokkalega. Ekki er búist við að hann láti sjá sig opinberlega þrátt fyrir tímamótin.