Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - ÍBV 0-2 | Frábærir Eyjamenn í átta liða úrslit Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 9. júní 2016 20:30 ÍBV er komið í átta liða úrslit Borgunarbikarsins eftir magnaðan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í afar líflegum leik. Staðan í leikhléi var 0-1 fyrir ÍBV en það var Pablo Punyed sem skoraði með föstu skoti í teignum. Það var með ólíkindum að staðan væri aðeins 0-1 í hálfleik því bæði lið hreinlega óðu í færum. Staðan í hálfleik hefði þess vegna getað verið 4-4. Einn líflegasti hálfleikur sem ég hef séð lengi hér á landi. Bjarni Gunnarsson kom ÍBV í 0-2 snemma í síðari hálfleik er hann hirti frákast í teignum. Eftir það féllu Eyjamenn til baka og vörðu forskotið. Stjarnan fékk svo sannarlega sín færi til að koma sér inn í leikinn en nýtti þau ekki.Af hverju vann ÍBV? Það er frekar einfalt. Eyjamenn einfaldlega vildu þetta meira en Stjörnumenn. Gríðarlega ákveðnir og vinnusamir. Grimmari í alla bolta. ÍBV átti seinni boltana, barðist meira, hljóp meira og einfaldlega lagði meira á sig. Það var doði yfir Stjörnumönnum og einkennilegt að þeir hafi ekki verið til í að berjast meira fyrir þessu. Þetta er bikarleikur á heimavelli og þeir mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á. Viðvörunarbjöllur klingja.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka út einstaka menn hjá ÍBV því allir stóðu fyrir sínu. Liðið alveg hrikalega þétt, vel skipulagt og allir til í að fórna sér. Avni og Hafsteinn ná vel saman fyrir miðri vörninni og Carillo flottur þar fyrir aftan. Sindri þekkir sín takmörk á miðjunni og Pablo kemur með gæði þegar þess þarf. Framherjarnir gríðarlega vinnusamir og viljugir. Áræðnir og óttalausir. Virkilega flott holning á liðinu. Brynjar Gauti var bestur í vörn Stjörnunnar. Hörður átti góða bolta í boxið. Miðjan gaf eftir og fremstu menn ógnuðu aldrei mikið. Hvorki Jeppe frammi né kantararnir.Hvað gekk illa? Rúnar Páll er með ótrúleg gæði í hópnum sínum og það veldur honum eðlilega vonbrigðum að stemningin sé ekki betri en ella. Hann ber ábyrgð á því eins og leikmenn. Það var fátt sem gekk illa hjá Eyjamönnum þó svo vörnin hafi opnast aðeins á köflum.Eitthvað annað? Pétur Guðmundsson stóð vel fyrir sínu og má hrósa honum fyrir að hafa dæmt þennan hörkuleik vel. Bjarni Jóhannsson er að gera frábæra hluti með þetta Eyjalið og það er hrikalega þétt hjá honum. Mikil samheldni og menn til í að fórna sér. Eins og klefinn virðist vera flottur hjá Bjarna þá virðist vera einhver mórall í klefanum hjá Stjörnunni. Ef svo er þá verða menn að hreinsa loftið því þó svo gæðin séu mikil í liðinu þá dugar það ekki ef andinn er ekki góður. Bjarni: Mest hissa á því að við áttum stúkuna„Við vorum að spila mjög vel. Vorum vel undirbúnir, ferskir og mér fannst við vilja þetta meira,“ sagði afar sáttur þjálfari ÍBV, Bjarni Jóhannsson. „Ég veit ekki af hverju við vildum þetta. Við viljum komast áfram í bikar því það er ekkert að gera í júlí. Að öllu gamni slepptu þá vorum við góðir í dag. Ferskir, hreyfanlegir og það sem kom mér mest á óvart er að við áttum stúkuna líka. Það voru fleiri Vestmannaeyingar hérna en Garðbæingar.“ Það var sérstaklega mikið líf í fyrri hálfleiknum og eftir hann leiddi ÍBV, 0-1, þó svo staðan hefði hæglega getað verið 4-4. „Við viljum hafa þetta skemmtilegt og spila skemmtilegan bolta. Við viljum skora mörk og hötum 0-0 leiki. Liðið er að þroskast vel og ná betur saman,“ segir Bjarni en hvernig fer hann að því að láta þetta Eyjalið smella svona vel saman þetta snemma á tímabilinu? „Það eru bara leikmennirnir sjálfir og okkar samstarf. Þetta getur tekið mislangan tíma en þetta hefur smollið ágætlega saman hjá okkur.“ Brynjar Gauti: Við erum eins og jólasveinarStjörnumenn sækja í kvöld.vísir/hanna„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Þetta er bikarinn og menn fá ekkert annað tækifæri. Við ætluðum okkur að gera einhverja hluti í bikarnum í sumar en þetta er búið snemma í ár,“ sagði Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson svekktur en hann var áður leikmaður ÍBV. „Að sjálfsögðu er leiðinlegt að sjá gömlu félagana vinna hérna. Þeir láta mann örugglega heyra það eitthvað á næstunni. Það er samt alltaf jafn pirrandi að tapa í bikarnum. Sama fyrir hvaða liði.“ Stjörnumenn gáfu mörg færi á sér í leiknum og við það var Brynjar ekki sáttur. „Við vorum allt of opnir en vorum samt að fá færi hinum megin. Líkt og í síðustu leikjum erum við ekki að klára færin og að gefa fáranleg mörk. Erum eins og jólasveinar að gefa mörk hægri vinstri úr föstum leikatriðum. Það er ekki kveikt á mönnum og við fáum það í bakið,“ segir Brynjar en af hverju er ekki betri stemning í þessu flotta fótboltaliði? „Við vorum oft á tíðum eins og algjörir aumingjar inn á vellinum. Þeir unnu öll návígin og við töpum boltanum á slæmum stöðum og annað. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Ég veit ekki af hverju stemningin er ekki betri og við værum í góðum málum ef ég vissi hvernig ætti að laga þetta.“ Rúnar Páll: Viðhorf leikmanna ekki í lagi„Mér fannst við vera á hælunum mest allan leikinn. Töpuðum mikið af návígjum og urðum undir í baráttunni,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, en af hverju nær hann mönnum ekki upp af hælunum í bikarleik á heimavelli? „Það er góð spurning. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og menn voru kannski komnir í frí. Það er frí um helgina og langt í næsta leik. Það leit þannig út. Ef menn spila svona þá verða þeir ekki mikið meira í liðinu. Menn þurfa að standa sig til þess að halda sér í þessu liði. Það eru menn fyrir utan sem vilja spila og það er gríðarleg samkeppni um sæti í liðinu hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Stjörnumanna í röð. Hvernig ætlar Rúnar að bregðast við þessu? „Mér fannst viðhorfið fyrst og fremst ekki vera í lagi í dag. Menn komu ekki klárir í leikinn. Það vantar ekkert upp á gæði leikmanna hér. Það er viðhorfsvandamál að vinna ekki fyrsta eða annan bolta,“ segir Rúnar ósáttur við sína menn en axlar líka ábyrgð á þessari niðursveiflu. „Maður er svo svekktur því ég veit hvað þessir strákar geta. Ég vil fá miklu meira út úr mannskapnum. Ég þarf kannski að horfa á hvað ég sé að gera rétt og rangt. Ég ætla ekki að dúndra allri sökinni á drengina. Þetta er eitthvað sem ég þarf líka að taka ábyrgð á og ég geri það.“ Avni: Frábær stemning í hópnum„Við erum mjög ánægðir því við vorum að spila gegn mjög sterku liði,“ sagði Avni Pepa sem átti flottan leik í vörn ÍBV í kvöld er það lagði Stjörnuna í bikarnum. „Við erum alltaf tilbúnir og tilbúnari en þeir. Mér fannst við vera mjög góðir í kvöld. Mér fannst boltinn okkar góður á erfiðum velli. Sköpum mikið af færum.“ Eyjamenn hafa byrjað tímabilið af krafti en af hverju er liðið að spila svona vel. „Við erum með betra lið í ár en í fyrra. Við spilum betur í hverjum leik og það hjálpar okkur eðlilega að vinna leiki. Það er frábær stemning í hópnum og mórallinn góður. Við berjumst hver fyrir annan.“ Avni er landsliðsmaður Kósóvó en í kvöld kom í ljós að Kósóvó má spila í undankeppni HM og verður í riðli með Íslandi. „Ég var mjög ánægður að fá þessar fréttir. Þetta er erfiður riðill en verður rosalega gaman því ég þekki suma strákana í íslenska liðinu,“ sagði Avni en Kósóvó hefur spilað óopinbera vináttuleiki frá 2014. „Auðvitað er það sérstakt fyrir mig að spila gegn Íslandi. Það verður gaman og vonandi tekst okkur að vinna Ísland,“ sagði Avni og brosti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
ÍBV er komið í átta liða úrslit Borgunarbikarsins eftir magnaðan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í afar líflegum leik. Staðan í leikhléi var 0-1 fyrir ÍBV en það var Pablo Punyed sem skoraði með föstu skoti í teignum. Það var með ólíkindum að staðan væri aðeins 0-1 í hálfleik því bæði lið hreinlega óðu í færum. Staðan í hálfleik hefði þess vegna getað verið 4-4. Einn líflegasti hálfleikur sem ég hef séð lengi hér á landi. Bjarni Gunnarsson kom ÍBV í 0-2 snemma í síðari hálfleik er hann hirti frákast í teignum. Eftir það féllu Eyjamenn til baka og vörðu forskotið. Stjarnan fékk svo sannarlega sín færi til að koma sér inn í leikinn en nýtti þau ekki.Af hverju vann ÍBV? Það er frekar einfalt. Eyjamenn einfaldlega vildu þetta meira en Stjörnumenn. Gríðarlega ákveðnir og vinnusamir. Grimmari í alla bolta. ÍBV átti seinni boltana, barðist meira, hljóp meira og einfaldlega lagði meira á sig. Það var doði yfir Stjörnumönnum og einkennilegt að þeir hafi ekki verið til í að berjast meira fyrir þessu. Þetta er bikarleikur á heimavelli og þeir mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á. Viðvörunarbjöllur klingja.Þessir stóðu upp úr Það er erfitt að taka út einstaka menn hjá ÍBV því allir stóðu fyrir sínu. Liðið alveg hrikalega þétt, vel skipulagt og allir til í að fórna sér. Avni og Hafsteinn ná vel saman fyrir miðri vörninni og Carillo flottur þar fyrir aftan. Sindri þekkir sín takmörk á miðjunni og Pablo kemur með gæði þegar þess þarf. Framherjarnir gríðarlega vinnusamir og viljugir. Áræðnir og óttalausir. Virkilega flott holning á liðinu. Brynjar Gauti var bestur í vörn Stjörnunnar. Hörður átti góða bolta í boxið. Miðjan gaf eftir og fremstu menn ógnuðu aldrei mikið. Hvorki Jeppe frammi né kantararnir.Hvað gekk illa? Rúnar Páll er með ótrúleg gæði í hópnum sínum og það veldur honum eðlilega vonbrigðum að stemningin sé ekki betri en ella. Hann ber ábyrgð á því eins og leikmenn. Það var fátt sem gekk illa hjá Eyjamönnum þó svo vörnin hafi opnast aðeins á köflum.Eitthvað annað? Pétur Guðmundsson stóð vel fyrir sínu og má hrósa honum fyrir að hafa dæmt þennan hörkuleik vel. Bjarni Jóhannsson er að gera frábæra hluti með þetta Eyjalið og það er hrikalega þétt hjá honum. Mikil samheldni og menn til í að fórna sér. Eins og klefinn virðist vera flottur hjá Bjarna þá virðist vera einhver mórall í klefanum hjá Stjörnunni. Ef svo er þá verða menn að hreinsa loftið því þó svo gæðin séu mikil í liðinu þá dugar það ekki ef andinn er ekki góður. Bjarni: Mest hissa á því að við áttum stúkuna„Við vorum að spila mjög vel. Vorum vel undirbúnir, ferskir og mér fannst við vilja þetta meira,“ sagði afar sáttur þjálfari ÍBV, Bjarni Jóhannsson. „Ég veit ekki af hverju við vildum þetta. Við viljum komast áfram í bikar því það er ekkert að gera í júlí. Að öllu gamni slepptu þá vorum við góðir í dag. Ferskir, hreyfanlegir og það sem kom mér mest á óvart er að við áttum stúkuna líka. Það voru fleiri Vestmannaeyingar hérna en Garðbæingar.“ Það var sérstaklega mikið líf í fyrri hálfleiknum og eftir hann leiddi ÍBV, 0-1, þó svo staðan hefði hæglega getað verið 4-4. „Við viljum hafa þetta skemmtilegt og spila skemmtilegan bolta. Við viljum skora mörk og hötum 0-0 leiki. Liðið er að þroskast vel og ná betur saman,“ segir Bjarni en hvernig fer hann að því að láta þetta Eyjalið smella svona vel saman þetta snemma á tímabilinu? „Það eru bara leikmennirnir sjálfir og okkar samstarf. Þetta getur tekið mislangan tíma en þetta hefur smollið ágætlega saman hjá okkur.“ Brynjar Gauti: Við erum eins og jólasveinarStjörnumenn sækja í kvöld.vísir/hanna„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Þetta er bikarinn og menn fá ekkert annað tækifæri. Við ætluðum okkur að gera einhverja hluti í bikarnum í sumar en þetta er búið snemma í ár,“ sagði Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson svekktur en hann var áður leikmaður ÍBV. „Að sjálfsögðu er leiðinlegt að sjá gömlu félagana vinna hérna. Þeir láta mann örugglega heyra það eitthvað á næstunni. Það er samt alltaf jafn pirrandi að tapa í bikarnum. Sama fyrir hvaða liði.“ Stjörnumenn gáfu mörg færi á sér í leiknum og við það var Brynjar ekki sáttur. „Við vorum allt of opnir en vorum samt að fá færi hinum megin. Líkt og í síðustu leikjum erum við ekki að klára færin og að gefa fáranleg mörk. Erum eins og jólasveinar að gefa mörk hægri vinstri úr föstum leikatriðum. Það er ekki kveikt á mönnum og við fáum það í bakið,“ segir Brynjar en af hverju er ekki betri stemning í þessu flotta fótboltaliði? „Við vorum oft á tíðum eins og algjörir aumingjar inn á vellinum. Þeir unnu öll návígin og við töpum boltanum á slæmum stöðum og annað. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Ég veit ekki af hverju stemningin er ekki betri og við værum í góðum málum ef ég vissi hvernig ætti að laga þetta.“ Rúnar Páll: Viðhorf leikmanna ekki í lagi„Mér fannst við vera á hælunum mest allan leikinn. Töpuðum mikið af návígjum og urðum undir í baráttunni,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, en af hverju nær hann mönnum ekki upp af hælunum í bikarleik á heimavelli? „Það er góð spurning. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel og menn voru kannski komnir í frí. Það er frí um helgina og langt í næsta leik. Það leit þannig út. Ef menn spila svona þá verða þeir ekki mikið meira í liðinu. Menn þurfa að standa sig til þess að halda sér í þessu liði. Það eru menn fyrir utan sem vilja spila og það er gríðarleg samkeppni um sæti í liðinu hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Stjörnumanna í röð. Hvernig ætlar Rúnar að bregðast við þessu? „Mér fannst viðhorfið fyrst og fremst ekki vera í lagi í dag. Menn komu ekki klárir í leikinn. Það vantar ekkert upp á gæði leikmanna hér. Það er viðhorfsvandamál að vinna ekki fyrsta eða annan bolta,“ segir Rúnar ósáttur við sína menn en axlar líka ábyrgð á þessari niðursveiflu. „Maður er svo svekktur því ég veit hvað þessir strákar geta. Ég vil fá miklu meira út úr mannskapnum. Ég þarf kannski að horfa á hvað ég sé að gera rétt og rangt. Ég ætla ekki að dúndra allri sökinni á drengina. Þetta er eitthvað sem ég þarf líka að taka ábyrgð á og ég geri það.“ Avni: Frábær stemning í hópnum„Við erum mjög ánægðir því við vorum að spila gegn mjög sterku liði,“ sagði Avni Pepa sem átti flottan leik í vörn ÍBV í kvöld er það lagði Stjörnuna í bikarnum. „Við erum alltaf tilbúnir og tilbúnari en þeir. Mér fannst við vera mjög góðir í kvöld. Mér fannst boltinn okkar góður á erfiðum velli. Sköpum mikið af færum.“ Eyjamenn hafa byrjað tímabilið af krafti en af hverju er liðið að spila svona vel. „Við erum með betra lið í ár en í fyrra. Við spilum betur í hverjum leik og það hjálpar okkur eðlilega að vinna leiki. Það er frábær stemning í hópnum og mórallinn góður. Við berjumst hver fyrir annan.“ Avni er landsliðsmaður Kósóvó en í kvöld kom í ljós að Kósóvó má spila í undankeppni HM og verður í riðli með Íslandi. „Ég var mjög ánægður að fá þessar fréttir. Þetta er erfiður riðill en verður rosalega gaman því ég þekki suma strákana í íslenska liðinu,“ sagði Avni en Kósóvó hefur spilað óopinbera vináttuleiki frá 2014. „Auðvitað er það sérstakt fyrir mig að spila gegn Íslandi. Það verður gaman og vonandi tekst okkur að vinna Ísland,“ sagði Avni og brosti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira