Cristiano Ronaldo fer á kostum í nýrri auglýsingu frá Nike sem er sú dýrasta sem fyrirtækið hefur gert með stórstjörnunni.
Í stuttu máli gengur auglýsingin út á að Ronaldo klessir á boltastrák í landsleik. Við það skipta þeir um líkama með tilheyrandi veseni.
Strákurinn sem leikur á móti Ronaldo í auglýsingunni er 16 ára gamall og heitir Gerson Correia Adua. Hann átti upprunalega að vera varamaður fyrir annan en sá meiddist í bílslysi og Adua fékk tækifæri lífs síns.
Hann er öflugur sjálfur í fótbolta og talar bæði ensku og portúgölsku.
Það reynir nokkuð á leikhæfileika Ronaldo í þessari flottu og dýru auglýsingu og hann virðist njóta sín ágætlega.
Horfa má á auglýsinguna hér að ofan en fleiri stórstjörnur koma þar við sögu.
Skiptir um líkama við Ronaldo | Geggjuð auglýsing
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
