Ford Mondeo í 325 hestafla kraftaútfærslu Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 14:10 Ford Mondeo Sport má nú fá sem algjöran kagga. Fjölskyldubíllinn Ford Mondeo hefur hingað til ekki verið þekktastur fyrir það að vera neitt spyrnutæki heldur rúmur og þægilegur bíll fyrir alla fjölskylduna. Hann mun þó brátt fást í Bandaríkjunum með 325 hestafla vél og verða sem úlfur í sauðagæru. Ford Mondeo er seldur víðsvegar í heiminum og ekki undir sama nafni og vestanhafs heitir bíllinn Fusion, en þessi gerð hans Fusion Sport. Þar í landi er mikil krafa um að bílar séu öflugir og því ætlar Ford að svara með þessari öflugu gerð bílsins. Vélin er 2,7 lítra V6 með tveimur forþjöppum og afl hennar er 5 hestöflum meira en finnst t.d. undir húddi BMW 340i og hún togar 50 pund-fetum meira. Svo mikið er aflið að Mondeo með þessari vél er fjórhjóladrifinn til að tryggja að allt þetta afl skili sér í götuna. Enda er bíllinn minna en 5 sekúndur í 100 km hraða. Vélin er tengd við 6 gíra sjálfskiptingu. Þrátt fyrir að hér sé kominn afar öflugur bíll og fremur stór mun hann ekki kosta mikið, eða 34.350 dollara, eða 4,2 milljónir. Eitthvað dýrari yrði hann nú hingað kominn þar sem hann fellur væntanlega ekki í lægsta vörugjaldaflokk með svo stóra vél og óvíst er að hann verði reyndar í boði í Evrópu. Ford Mondeo Sport mun koma á markað í Bandaríkjunum í enda sumars. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Fjölskyldubíllinn Ford Mondeo hefur hingað til ekki verið þekktastur fyrir það að vera neitt spyrnutæki heldur rúmur og þægilegur bíll fyrir alla fjölskylduna. Hann mun þó brátt fást í Bandaríkjunum með 325 hestafla vél og verða sem úlfur í sauðagæru. Ford Mondeo er seldur víðsvegar í heiminum og ekki undir sama nafni og vestanhafs heitir bíllinn Fusion, en þessi gerð hans Fusion Sport. Þar í landi er mikil krafa um að bílar séu öflugir og því ætlar Ford að svara með þessari öflugu gerð bílsins. Vélin er 2,7 lítra V6 með tveimur forþjöppum og afl hennar er 5 hestöflum meira en finnst t.d. undir húddi BMW 340i og hún togar 50 pund-fetum meira. Svo mikið er aflið að Mondeo með þessari vél er fjórhjóladrifinn til að tryggja að allt þetta afl skili sér í götuna. Enda er bíllinn minna en 5 sekúndur í 100 km hraða. Vélin er tengd við 6 gíra sjálfskiptingu. Þrátt fyrir að hér sé kominn afar öflugur bíll og fremur stór mun hann ekki kosta mikið, eða 34.350 dollara, eða 4,2 milljónir. Eitthvað dýrari yrði hann nú hingað kominn þar sem hann fellur væntanlega ekki í lægsta vörugjaldaflokk með svo stóra vél og óvíst er að hann verði reyndar í boði í Evrópu. Ford Mondeo Sport mun koma á markað í Bandaríkjunum í enda sumars.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent