Lóðréttu rendurnar snú aftur sem margir stuðningsmenn Barcelona fagna vafalítið. Þá var búningurinn kynntur án auglýsingu framan á honum.
Engin auglýsing var framan á keppnistreyju Börsunga til ársins 2012 þegar félagið gerði samning við Qatar Foundation en frá árinu 2013 hefur flugfélagið Qatar Airwaves auglýst framan á treyju Spánarmeistaranna.
Fram kemur á knattspyrnuvefnum Goal.com að Qatar Airwaves hafi ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Börsungar og því sé engin auglýsing framan á treyjunni eins og staðan er.
Búist er við að Barcelona finni sér styrktaraðila til að auglýsa framan á treyjunni áður en leiktíðin 2016/2017 hefst.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 30, 2016