Vil spila allar mínútur á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 06:00 Eiður á tali við Lagerbäck landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira