LeBron náði Shaq í nótt en það er ennþá svolítið í Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2016 14:30 LeBron James komst í nótt upp um eitt sæti á listanum yfir stigahæstu leikmennina í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James var með þrennu í sigri Cleveland Cavaliers á Toronto Raptors, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Cleveland-liðið hefur nú unnið fyrstu tíu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og er 2-0 yfir á móti Toronto í baráttu um sæti í lokaúrslitunum. Cleveland vantar bara tvo sigra til að komast í úrslitin en það yrði þá í sjöunda skiptið sem LeBron James kæmist í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal þegar hann skoraði körfu eftir stoðsendingu frá Kevin Love í þriðja leikhlutanum í sigrinum á Toronto í nótt en þá var hann búinn að skora 5251 stig í úrslitakeppni. Shaquille O'Neal skoraði á sínum tíma 5250 stig. LeBron Jame hefur nú skorað 5255 stig í úrslitakeppni sem skilar honum í fjórða sætið á listanum. Þeir þrír sem eru nú fyrir ofan hann eru Michael Jordan (5987 stig), Kareem Abdul-Jabbar (5762 stig) og Kobe Bryant (5640 stig). Svo skemmtilega vildi til að Kareem Abdul-Jabbar var meðal áhorfenda á leiknum í nótt en Abdul-Jabbar átti stigametið í úrslitakeppni áður en Jordan tók það af honum. LeBron James hefur alls spilað 187 leiki í úrslitakeppni og er því með 28,0 stig að meðaltali í þeim. Hann er einnig með 8,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þegar LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal en í enda þess er líklega skemmtileg tafla með stigahæstu leikmönnum sögunnar í úrslitakeppni NBA.LeBron James has passed Shaq for 4th on the NBA all-time postseason scoring list. pic.twitter.com/XrCCAZc1Gy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 20, 2016 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
LeBron James komst í nótt upp um eitt sæti á listanum yfir stigahæstu leikmennina í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James var með þrennu í sigri Cleveland Cavaliers á Toronto Raptors, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Cleveland-liðið hefur nú unnið fyrstu tíu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og er 2-0 yfir á móti Toronto í baráttu um sæti í lokaúrslitunum. Cleveland vantar bara tvo sigra til að komast í úrslitin en það yrði þá í sjöunda skiptið sem LeBron James kæmist í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal þegar hann skoraði körfu eftir stoðsendingu frá Kevin Love í þriðja leikhlutanum í sigrinum á Toronto í nótt en þá var hann búinn að skora 5251 stig í úrslitakeppni. Shaquille O'Neal skoraði á sínum tíma 5250 stig. LeBron Jame hefur nú skorað 5255 stig í úrslitakeppni sem skilar honum í fjórða sætið á listanum. Þeir þrír sem eru nú fyrir ofan hann eru Michael Jordan (5987 stig), Kareem Abdul-Jabbar (5762 stig) og Kobe Bryant (5640 stig). Svo skemmtilega vildi til að Kareem Abdul-Jabbar var meðal áhorfenda á leiknum í nótt en Abdul-Jabbar átti stigametið í úrslitakeppni áður en Jordan tók það af honum. LeBron James hefur alls spilað 187 leiki í úrslitakeppni og er því með 28,0 stig að meðaltali í þeim. Hann er einnig með 8,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þegar LeBron James komst upp fyrir Shaquille O'Neal en í enda þess er líklega skemmtileg tafla með stigahæstu leikmönnum sögunnar í úrslitakeppni NBA.LeBron James has passed Shaq for 4th on the NBA all-time postseason scoring list. pic.twitter.com/XrCCAZc1Gy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 20, 2016
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira