Haldið nauðugri í starfi á hóteli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 18:45 Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira