Sjáðu Þórdísi tryggja sér sigur með fugli á Eimskipsmótaröðinni | Myndbönd 22. maí 2016 15:51 Þórdís slær upphafshögg í dag. Mynd/GSÍ Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér sigur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni en þetta var fyrsta mót ársins í mótaröðinni. Þórdís virtist vera að tryggja sér sigurinn á þrettándu braut þegar Karen Guðnadóttir fékk þrefaldann skolla eftir að hafa fengið tvöfaldann skolla á holunni áður. Náði Þórdís fjögurra högga forskoti á næstu holu, stuttri par 3 holu en hún náði sér ekki á strik á lokaholunum. Fékk hún fjóra skolla á seinustu fimm holunum en á sama tíma lék Karen á pari og náði Þórdísi. Þurfti því bráðabana til að útkljá fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar en þar reyndist Þórdís sterkari á tíundu braut á Hellu, stuttri par 4 holu. Eftir gott upphafshögg mátti litlu muna að hún myndi setja boltann ofaní fyrir erni en hún þurfti að láta fuglinn nægja en sigurpúttið má sjá hér fyrir neðan sem og innáhöggið í bráðabananum.Innáhögg Þórdísar: Þórdís vippar nánast ofaní fyrir erni pic.twitter.com/TSYDc2hhDf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Pútt fyrir fugli og sigri á mótinu: Þórdís Geirsdóttir tryggir sigurinn á EgilSGullmótinu á Eimskipsmótaröðinni e bráðabana pic.twitter.com/PbXN4j8FCl— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér sigur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni en þetta var fyrsta mót ársins í mótaröðinni. Þórdís virtist vera að tryggja sér sigurinn á þrettándu braut þegar Karen Guðnadóttir fékk þrefaldann skolla eftir að hafa fengið tvöfaldann skolla á holunni áður. Náði Þórdís fjögurra högga forskoti á næstu holu, stuttri par 3 holu en hún náði sér ekki á strik á lokaholunum. Fékk hún fjóra skolla á seinustu fimm holunum en á sama tíma lék Karen á pari og náði Þórdísi. Þurfti því bráðabana til að útkljá fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar en þar reyndist Þórdís sterkari á tíundu braut á Hellu, stuttri par 4 holu. Eftir gott upphafshögg mátti litlu muna að hún myndi setja boltann ofaní fyrir erni en hún þurfti að láta fuglinn nægja en sigurpúttið má sjá hér fyrir neðan sem og innáhöggið í bráðabananum.Innáhögg Þórdísar: Þórdís vippar nánast ofaní fyrir erni pic.twitter.com/TSYDc2hhDf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Pútt fyrir fugli og sigri á mótinu: Þórdís Geirsdóttir tryggir sigurinn á EgilSGullmótinu á Eimskipsmótaröðinni e bráðabana pic.twitter.com/PbXN4j8FCl— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira