Sjáðu Þórdísi tryggja sér sigur með fugli á Eimskipsmótaröðinni | Myndbönd 22. maí 2016 15:51 Þórdís slær upphafshögg í dag. Mynd/GSÍ Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér sigur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni en þetta var fyrsta mót ársins í mótaröðinni. Þórdís virtist vera að tryggja sér sigurinn á þrettándu braut þegar Karen Guðnadóttir fékk þrefaldann skolla eftir að hafa fengið tvöfaldann skolla á holunni áður. Náði Þórdís fjögurra högga forskoti á næstu holu, stuttri par 3 holu en hún náði sér ekki á strik á lokaholunum. Fékk hún fjóra skolla á seinustu fimm holunum en á sama tíma lék Karen á pari og náði Þórdísi. Þurfti því bráðabana til að útkljá fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar en þar reyndist Þórdís sterkari á tíundu braut á Hellu, stuttri par 4 holu. Eftir gott upphafshögg mátti litlu muna að hún myndi setja boltann ofaní fyrir erni en hún þurfti að láta fuglinn nægja en sigurpúttið má sjá hér fyrir neðan sem og innáhöggið í bráðabananum.Innáhögg Þórdísar: Þórdís vippar nánast ofaní fyrir erni pic.twitter.com/TSYDc2hhDf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Pútt fyrir fugli og sigri á mótinu: Þórdís Geirsdóttir tryggir sigurinn á EgilSGullmótinu á Eimskipsmótaröðinni e bráðabana pic.twitter.com/PbXN4j8FCl— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggði sér sigur á Egils Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni en þetta var fyrsta mót ársins í mótaröðinni. Þórdís virtist vera að tryggja sér sigurinn á þrettándu braut þegar Karen Guðnadóttir fékk þrefaldann skolla eftir að hafa fengið tvöfaldann skolla á holunni áður. Náði Þórdís fjögurra högga forskoti á næstu holu, stuttri par 3 holu en hún náði sér ekki á strik á lokaholunum. Fékk hún fjóra skolla á seinustu fimm holunum en á sama tíma lék Karen á pari og náði Þórdísi. Þurfti því bráðabana til að útkljá fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar en þar reyndist Þórdís sterkari á tíundu braut á Hellu, stuttri par 4 holu. Eftir gott upphafshögg mátti litlu muna að hún myndi setja boltann ofaní fyrir erni en hún þurfti að láta fuglinn nægja en sigurpúttið má sjá hér fyrir neðan sem og innáhöggið í bráðabananum.Innáhögg Þórdísar: Þórdís vippar nánast ofaní fyrir erni pic.twitter.com/TSYDc2hhDf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016 Pútt fyrir fugli og sigri á mótinu: Þórdís Geirsdóttir tryggir sigurinn á EgilSGullmótinu á Eimskipsmótaröðinni e bráðabana pic.twitter.com/PbXN4j8FCl— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 22, 2016
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira