Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - FH 1-1 | Varamaðurinn hélt Stjörnunni á toppnum Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum skrifar 23. maí 2016 22:45 Varamaðurinn Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnumönnum stig með jöfnunarmarki fjórum mínútum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að FH-ingar tækju toppsætið af Stjörnunni. Stjarnan og FH gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik fimmtu umferðar á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Garðabæ í kvöld og náði hann þessum skemmtileg myndum hér í kvöld. Stjarnan er því áfram í toppsæti deildarinnar en FH-ingar voru aðeins fjórum mínútum frá því að komast á toppinn. Emil Pálsson kom FH í 1-0 sex mínútum fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir að Stjörnumönnum mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á 86. mínútum eftir sniðuga stoðsendingu frá Baldri Sigurðssyni og er enn einn varamaðurinn sem hefur gæfumuninn fyrir Stjörnuliðið í sumar.Atli Guðnason spilaði vel í kvöld.vísir/stefánAf hverju varð jafntefli? FH-ingar misstu tökin á leiknum undir lokin og kannski bökkuðu of mikið. Eftir fína byrjun heimamanna voru það gestirnir úr Hafnarfirði sem tóku öll völd á vellinum og spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði FH sér ekki mörg færi en náði þó að troða inn einu eftir fast leikatriði þökk sé Emil Pálssyni. Stjarnan sýndi karakter með að koma til baka og gera alvöru árás á FH-ingana en liðið hefði átt að jafna fyrr þegar Gunnar Nielsen varði skalla Jeppe Hansen alveg stórkostlega. Enn og aftur kom varamannabekkur Stjörnunnar til bjargar. Breiðhyltingurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok eftir sendingu fyrirliðans Baldurs Sigurðssonar. Stjarnan hefði getað stolið öllum stigunum undir lokin en jafntefli sanngjörn úrslit í heildina.Þessir stóðu upp úr Miðja FH spilaði virkilega vel; báðir Viðarsson-bræður og Emil Pálsson. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti einnig flottan leik á vinstri kantinum og sýndi þann kraft sem hann virkilega býr yfir. Þórarinn er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að því að pressa mótherjann og þegar hann nær að spila sinn leik eins og hann gerði í dag með dyggum stuðningi Böðvars Böðvarssonar er hann illviðráðanlegur. Hjá Stjörnunni var Baldur Sigurðsson öflugur á lokamínútunum sem var dýrmætt en í heildina var þetta eki besti leikur smalans. Guðjón Baldvinsson var duglegur í framlínunni en reynsluboltinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson og markvörðurinn Duwayne Kerr voru bestir í liði Stjörnunnar í dag.Hvað gekk illa? Miðjumenn Stjörnunnar voru undir í nær allri baráttu lengst um og hjálpaði ekki að Baldur og Þorri voru að spila tveir á móti þremur þar sem Rúnar stillti upp í 4-4-2. Jeppe var duglegur og reyndi að hjálpa en honum líður mun betur framar á vellinum þar sem hann getur tekið hlaupið sín. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var líka afskaplega einhæfur; bara langar sendingar fram völlinn sem Doumbia og Bergsveinn skölluðu auðveldlega frá FH-markinu. Seinni hálfleikurinn var mun betri hjá Stjörnunni.Hvað gerist næst? FH mistókst að komast á toppinn og nú verður leikið þétt næstu daga. Liðin eiga fyrir höndum bikarleiki og svo fær Stjarnan Breiðablik í heimsókn en FH tekur á móti Ólafsvík. Bæði hörku leikir. Bæði lið búa yfir breiðum og góðum leikmannahópi þannig það er minna vandamál fyrir þau en önnur. Á meðan varamannabekkur Garðbæinga heldur áfram að skila svona eru þeir í toppmálum.Jeppe Hansen fékk tvö dauðafæri en skoraði ekki.vísir/stefánRúnar Páll: Mikilvægt að tapa ekki leikjum "Mér fannst við eiga skilið að jafna þennan leik og gott betur en það," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir jafntefli gegn FH á Samsung-vellinum í kvöld. "Við fengum nokkur góð færi í seinni hálfleik. Allavega eru þetta færi sem hingað til hafa talist góð færi," sagði Rúnar. Stjarnan byrjaði betur í leiknum en FH tók völdin nokkuð snemma og skoraði í fyrri hálfleik. Mark sem gestirnir áttu skilið. "Ég er alveg sammála því. Við byrjuðum betur svona fyrsta korterið en FH tók síðan yfir leikinn. Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum en skoruðu eftir hornspyrnu sem þeir eru bestir í," sagði Rúnar sem var ánægður með seinni hálfleikinn hjá Stjörnunni. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn af krafti og sköpuðum okkur nokkur færi. Jeppe var frekar óheppinn í sínum færum. Gunnar ver tvisvar frábærlega frá honum. Persónulega fannst mér við taka yfir leikinn undir lokin og við vorum miklu hættulegri en þeir. Duwayne þurfti ekkert að verja nema eitthvað eitt langskot." Eftir sigra í þremur fyrstu leikjunum er Stjarnan nú búin að gera jafntefli við KR og FH í síðustu tveimur leikjum. "Við höfum ekki rúllað yfir neitt lið hingað til. Við þurftum að hafa fyrir þessum sigrum, stiginu á móti KR og stiginu hér í dag. Það er bara mikilvægt að tapa ekki leikjum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Stuð í stúkunni.vísir/stefánHeimir: Nýttum ekki plássið sem opnaðist Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í kvöld eftir að hans menn komust yfir í leiknum og voru betri lengst af. "Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn í leiknum. Þegar við náðum að láta boltann ganga og færa milli vængja vorum við að skapa góðar stöður," sagði Heimir. "Við fengum svo mikið af möguleikum á skyndisóknum en vorum að klúðra þeim á síðasta þriðjung vallarins. Þar vantaði þessa síðustu sendingu. Ég er aðallega vonsvikinn yfir því." "Við náðum bara ekki að nýta okkur plássið sem opnaðist. Það vantaði betri sendingar á síðasta þriðjungnum og fleiri hlaup. En þetta er erfiður útivöllur. Það eru samt vonbrigði að vinna ekki og fara á toppinn því við ætluðum okkur að gera það," sagði Heimir. Aðspurður hvort honum fannst FH-liði hreinlega eiga að vinna sagði Heimir: "Það er aldrei hægt að segja svoleiðis í fótbolta. Stjarnan skipti inn á öflugum mönnum og kom til baka. Þetta var gott mark hjá þeim. Í seinni hálfleik misstum við þá aðeins úr svæðunum sem við vildum hafa þá í." FH hefur ekki unnið í Garðabæ síðan 2010 en er Samsung-völlurinn að verða einhver óhappavöllur fyrir FH-inga? "Það fer að líða að því. Við höfum ekki unnið hérna síðan 2010 en jafntefli er betra en tap," sagði Heimir Guðjónsson.Davíð og Bjarni Þór bróðir hans voru sterkir á miðjunni.vísir/stefánDavíð Þór: Gekk ekki vel í þessum leikjum í fyrra en unnum samt mótið "Við vorum með full tök á þessum leik. Þess vegna er þetta alveg hrikalega svekkjandi," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir daprar fyrstu 10-15 mínútur tóku gestirnir úr Hafnarfirði völdin á vellinum en þeim tókst samt að missa leikinn niður í jafntefli og Davíð var ekki sáttur við síðustu mínútur sinna manna. "Í markinu missum við boltanan hgæra megin frá okkur séð. Þetta er atvik sem mér fannst vera aukaspyrna og við fengum einhvern hagnað sem var enginn hagnaður. Svo kemur frábær fyrirgjöf frá Heiðari og þeir klára þetta vel. Við vorum samt frekar staðir og of aftarlega í þessu atviki," sagði Davíð Þór. FH er nú búið að fá aðeins eitt stig úr stórleikjunum á þessari leiktíð gegn KR og Stjörnunni og fyrirliðinn viðurkennir að það er ekki gott. "Í fyrsta lagi var tapið á móti KR algjör óþarfi og hér áttum við að klára þetta og ná í þrjú stig. Það er aldrei gott að tapa stigum á móti liðunum sem verða kannski í baráttunni við þér á toppnum," sagði hann. "Við fengum samt ekkert svakalega mörg stig á móti bestu liðunum í fyrra en unnum samt mótið. Við ætlum samt að bæta úr þessu," sagði Davíð Þór Viðarsson.Halldór Orri Björnsson er kominn með eitt mark í Pepsi-deildinni í sumar.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Varamaðurinn Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnumönnum stig með jöfnunarmarki fjórum mínútum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að FH-ingar tækju toppsætið af Stjörnunni. Stjarnan og FH gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik fimmtu umferðar á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Garðabæ í kvöld og náði hann þessum skemmtileg myndum hér í kvöld. Stjarnan er því áfram í toppsæti deildarinnar en FH-ingar voru aðeins fjórum mínútum frá því að komast á toppinn. Emil Pálsson kom FH í 1-0 sex mínútum fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir að Stjörnumönnum mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á 86. mínútum eftir sniðuga stoðsendingu frá Baldri Sigurðssyni og er enn einn varamaðurinn sem hefur gæfumuninn fyrir Stjörnuliðið í sumar.Atli Guðnason spilaði vel í kvöld.vísir/stefánAf hverju varð jafntefli? FH-ingar misstu tökin á leiknum undir lokin og kannski bökkuðu of mikið. Eftir fína byrjun heimamanna voru það gestirnir úr Hafnarfirði sem tóku öll völd á vellinum og spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði FH sér ekki mörg færi en náði þó að troða inn einu eftir fast leikatriði þökk sé Emil Pálssyni. Stjarnan sýndi karakter með að koma til baka og gera alvöru árás á FH-ingana en liðið hefði átt að jafna fyrr þegar Gunnar Nielsen varði skalla Jeppe Hansen alveg stórkostlega. Enn og aftur kom varamannabekkur Stjörnunnar til bjargar. Breiðhyltingurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok eftir sendingu fyrirliðans Baldurs Sigurðssonar. Stjarnan hefði getað stolið öllum stigunum undir lokin en jafntefli sanngjörn úrslit í heildina.Þessir stóðu upp úr Miðja FH spilaði virkilega vel; báðir Viðarsson-bræður og Emil Pálsson. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti einnig flottan leik á vinstri kantinum og sýndi þann kraft sem hann virkilega býr yfir. Þórarinn er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að því að pressa mótherjann og þegar hann nær að spila sinn leik eins og hann gerði í dag með dyggum stuðningi Böðvars Böðvarssonar er hann illviðráðanlegur. Hjá Stjörnunni var Baldur Sigurðsson öflugur á lokamínútunum sem var dýrmætt en í heildina var þetta eki besti leikur smalans. Guðjón Baldvinsson var duglegur í framlínunni en reynsluboltinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson og markvörðurinn Duwayne Kerr voru bestir í liði Stjörnunnar í dag.Hvað gekk illa? Miðjumenn Stjörnunnar voru undir í nær allri baráttu lengst um og hjálpaði ekki að Baldur og Þorri voru að spila tveir á móti þremur þar sem Rúnar stillti upp í 4-4-2. Jeppe var duglegur og reyndi að hjálpa en honum líður mun betur framar á vellinum þar sem hann getur tekið hlaupið sín. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var líka afskaplega einhæfur; bara langar sendingar fram völlinn sem Doumbia og Bergsveinn skölluðu auðveldlega frá FH-markinu. Seinni hálfleikurinn var mun betri hjá Stjörnunni.Hvað gerist næst? FH mistókst að komast á toppinn og nú verður leikið þétt næstu daga. Liðin eiga fyrir höndum bikarleiki og svo fær Stjarnan Breiðablik í heimsókn en FH tekur á móti Ólafsvík. Bæði hörku leikir. Bæði lið búa yfir breiðum og góðum leikmannahópi þannig það er minna vandamál fyrir þau en önnur. Á meðan varamannabekkur Garðbæinga heldur áfram að skila svona eru þeir í toppmálum.Jeppe Hansen fékk tvö dauðafæri en skoraði ekki.vísir/stefánRúnar Páll: Mikilvægt að tapa ekki leikjum "Mér fannst við eiga skilið að jafna þennan leik og gott betur en það," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir jafntefli gegn FH á Samsung-vellinum í kvöld. "Við fengum nokkur góð færi í seinni hálfleik. Allavega eru þetta færi sem hingað til hafa talist góð færi," sagði Rúnar. Stjarnan byrjaði betur í leiknum en FH tók völdin nokkuð snemma og skoraði í fyrri hálfleik. Mark sem gestirnir áttu skilið. "Ég er alveg sammála því. Við byrjuðum betur svona fyrsta korterið en FH tók síðan yfir leikinn. Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum en skoruðu eftir hornspyrnu sem þeir eru bestir í," sagði Rúnar sem var ánægður með seinni hálfleikinn hjá Stjörnunni. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn af krafti og sköpuðum okkur nokkur færi. Jeppe var frekar óheppinn í sínum færum. Gunnar ver tvisvar frábærlega frá honum. Persónulega fannst mér við taka yfir leikinn undir lokin og við vorum miklu hættulegri en þeir. Duwayne þurfti ekkert að verja nema eitthvað eitt langskot." Eftir sigra í þremur fyrstu leikjunum er Stjarnan nú búin að gera jafntefli við KR og FH í síðustu tveimur leikjum. "Við höfum ekki rúllað yfir neitt lið hingað til. Við þurftum að hafa fyrir þessum sigrum, stiginu á móti KR og stiginu hér í dag. Það er bara mikilvægt að tapa ekki leikjum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Stuð í stúkunni.vísir/stefánHeimir: Nýttum ekki plássið sem opnaðist Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í kvöld eftir að hans menn komust yfir í leiknum og voru betri lengst af. "Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn í leiknum. Þegar við náðum að láta boltann ganga og færa milli vængja vorum við að skapa góðar stöður," sagði Heimir. "Við fengum svo mikið af möguleikum á skyndisóknum en vorum að klúðra þeim á síðasta þriðjung vallarins. Þar vantaði þessa síðustu sendingu. Ég er aðallega vonsvikinn yfir því." "Við náðum bara ekki að nýta okkur plássið sem opnaðist. Það vantaði betri sendingar á síðasta þriðjungnum og fleiri hlaup. En þetta er erfiður útivöllur. Það eru samt vonbrigði að vinna ekki og fara á toppinn því við ætluðum okkur að gera það," sagði Heimir. Aðspurður hvort honum fannst FH-liði hreinlega eiga að vinna sagði Heimir: "Það er aldrei hægt að segja svoleiðis í fótbolta. Stjarnan skipti inn á öflugum mönnum og kom til baka. Þetta var gott mark hjá þeim. Í seinni hálfleik misstum við þá aðeins úr svæðunum sem við vildum hafa þá í." FH hefur ekki unnið í Garðabæ síðan 2010 en er Samsung-völlurinn að verða einhver óhappavöllur fyrir FH-inga? "Það fer að líða að því. Við höfum ekki unnið hérna síðan 2010 en jafntefli er betra en tap," sagði Heimir Guðjónsson.Davíð og Bjarni Þór bróðir hans voru sterkir á miðjunni.vísir/stefánDavíð Þór: Gekk ekki vel í þessum leikjum í fyrra en unnum samt mótið "Við vorum með full tök á þessum leik. Þess vegna er þetta alveg hrikalega svekkjandi," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi eftir leikinn í kvöld. Eftir daprar fyrstu 10-15 mínútur tóku gestirnir úr Hafnarfirði völdin á vellinum en þeim tókst samt að missa leikinn niður í jafntefli og Davíð var ekki sáttur við síðustu mínútur sinna manna. "Í markinu missum við boltanan hgæra megin frá okkur séð. Þetta er atvik sem mér fannst vera aukaspyrna og við fengum einhvern hagnað sem var enginn hagnaður. Svo kemur frábær fyrirgjöf frá Heiðari og þeir klára þetta vel. Við vorum samt frekar staðir og of aftarlega í þessu atviki," sagði Davíð Þór. FH er nú búið að fá aðeins eitt stig úr stórleikjunum á þessari leiktíð gegn KR og Stjörnunni og fyrirliðinn viðurkennir að það er ekki gott. "Í fyrsta lagi var tapið á móti KR algjör óþarfi og hér áttum við að klára þetta og ná í þrjú stig. Það er aldrei gott að tapa stigum á móti liðunum sem verða kannski í baráttunni við þér á toppnum," sagði hann. "Við fengum samt ekkert svakalega mörg stig á móti bestu liðunum í fyrra en unnum samt mótið. Við ætlum samt að bæta úr þessu," sagði Davíð Þór Viðarsson.Halldór Orri Björnsson er kominn með eitt mark í Pepsi-deildinni í sumar.Vísir/Stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira