Viðskipti erlent

Fasteignaverð í hæstu hæðum í Bandaríkjunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meðalhúsnæðisverð fyrir nýtt heimili í Bandaríkjunum hefur hækkað um 9,7 prósent milli ára og nemur 40 milljónum íslenskra króna.
Meðalhúsnæðisverð fyrir nýtt heimili í Bandaríkjunum hefur hækkað um 9,7 prósent milli ára og nemur 40 milljónum íslenskra króna. Vísir/EPA
Ný einbýlishús í Bandaríkjunum seldust í meiri mæli í apríl en í nokkrum öðrum mánuði á síðustu átta árum, fasteignaverð náði hæstu hæðum, sem gefur til kynna kröftugan hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.

Sala nýrra heimila jókst um 16,6 prósent í mánuðinum. Þetta er mesta hlutfallsleg hækkun frá því í janúar 1992. Fleiri ný heimili hafa selst á öðrum ársfjórðungi 2016 en á fyrsta ársfjórðungi. 

Aðrir hagvísar svo sem framleiðsluvísir og neysluvísir benda til þess að hagvöxtur sé mun kröftugri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta. Störfum fer einnig fjölgandi og laun eru að byrja að hækka á ný. Húsnæðisverð hefur þó hækkað umfram launahækkanir. 

Meðalhúsnæðisverð fyrir nýtt heimili í Bandaríkjunum hefur hækkað um 9,7 prósent milli ára og nemur 321 þúsund dollurum, jafnvirði 40 milljóna íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×