Biyombo fékk aldrei leyfi til að veifa puttanum eins og Mutombo | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. maí 2016 17:30 Bisback Biyombo er að spila stórvel fyrir Toronto. vísir/getty Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo. NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo.
NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira