Lofar góðu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. maí 2016 07:00 Bílar vega óvíða í þróuðum löndum þyngra í kostnaði heimila en hér á landi. Á það við bæði um innkaupsverð þeirra og rekstrarkostnað. Í sérstakri umræðu um stefnu í skattlagningu á bifreiðaeigendur á Alþingi í gær kvaðst Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velta því fyrir sér hvort bílar þyrftu hér endilega að vera miklu dýrari en í nágrannalöndunum. Málshefjandi í umræðunni var Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hún benti á að óumdeilt væri að hér greiddu bifreiðaeigendur mikla skatta. „Áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa verið um 37 milljarðar undanfarin ár. Það telur um sex prósent af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Það sem einkennir þá skattbyrði er að skattarnir eru margir, þeir eru háir og þeir eru afar mismunandi eftir bíltegundum og eldsneytistegundum,“ sagði hún. Því er sérstakt fagnaðarefni sem fjármálaráðherra upplýsti að í sumar ætti hann von á tillögum til úrbóta frá starfshópi sem hann hefði sett á fót fyrr á árinu gagngert til þess að fara yfir þessa skattlagningu alla og lagaumgjörð. „Kveðið er á um skattlagningu eldsneytis og ökutækja í sjö lagabálkum og verður ekki annað sagt en að flækjustigið er orðið of hátt,“ sagði Bjarni á þingi í gær. Ísland er strjálbýlt og veður oft válynd. Af því leiðir að hér reiðir fólk sig á bifreiðar, oft fjórhjóladrifnar, til að komast á milli staða. Aðstæður hér eru allt aðrar en í löndum þar sem reynt er að draga úr akstri í þéttbýli þar sem fyrir er þróað og skilvirkt kerfi almenningssamgangna. Þá má alveg velta því fyrir sér hvernig það fari saman við stefnu stjórnvalda um að gera stærri landsvæði að einu atvinnusvæði, eins og til dæmis á við um höfuðborgarsvæðið og suðvesturhornið, að þeir sem kjósa að sækja vinnu um lengri veg skuli með því orðnir sannkallaðir ofurskattgreiðendur vegna mikilla álagna hins opinbera á eldsneytisverð. Þá er til þess að horfa að álitamál getur verið hvaða bílar teljist vistvænstir þegar allt er til tekið. Framleiðsla rafhlaðna í rafmagnsbíla er óhemjumengandi iðnaður. Því hefur verið haldið fram að þegar horft er til bæði framleiðslu og alls líftíma bíls, að förgun meðtalinni, þá sé vistspor rafmagnsbílsins stærra heldur en jafnvel amerískra bensínháka. Hvað sem því líður eru fá merki um að vægi einkabílsins fari minnkandi í lífi landsmanna. Með aukinni hagsæld hefur innflutningur bíla aukist á ný og horfur á að meðalaldur þeirra bíla sem hér eru í umferð fari lækkandi. Lækki verð ökutækja verður sú þróun örari, en líkt og Bílgreinasambandið hefur bent á, þá eru nýrri bílar bæði sparneytnari og öruggari en eldri bílar. Náist samstaða um að draga úr álögum á ökutæki mætti ná fram ávinningi bæði hvað þjóðarhag og umhverfi varðar. Orð fjármálaráðherra á Alþingi í gær lofa góðu um vilja til að stíga skref í þá átt og spennandi verður að sjá hverju tillögur starfshóps ráðherra skila.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Bílar vega óvíða í þróuðum löndum þyngra í kostnaði heimila en hér á landi. Á það við bæði um innkaupsverð þeirra og rekstrarkostnað. Í sérstakri umræðu um stefnu í skattlagningu á bifreiðaeigendur á Alþingi í gær kvaðst Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velta því fyrir sér hvort bílar þyrftu hér endilega að vera miklu dýrari en í nágrannalöndunum. Málshefjandi í umræðunni var Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hún benti á að óumdeilt væri að hér greiddu bifreiðaeigendur mikla skatta. „Áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa verið um 37 milljarðar undanfarin ár. Það telur um sex prósent af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Það sem einkennir þá skattbyrði er að skattarnir eru margir, þeir eru háir og þeir eru afar mismunandi eftir bíltegundum og eldsneytistegundum,“ sagði hún. Því er sérstakt fagnaðarefni sem fjármálaráðherra upplýsti að í sumar ætti hann von á tillögum til úrbóta frá starfshópi sem hann hefði sett á fót fyrr á árinu gagngert til þess að fara yfir þessa skattlagningu alla og lagaumgjörð. „Kveðið er á um skattlagningu eldsneytis og ökutækja í sjö lagabálkum og verður ekki annað sagt en að flækjustigið er orðið of hátt,“ sagði Bjarni á þingi í gær. Ísland er strjálbýlt og veður oft válynd. Af því leiðir að hér reiðir fólk sig á bifreiðar, oft fjórhjóladrifnar, til að komast á milli staða. Aðstæður hér eru allt aðrar en í löndum þar sem reynt er að draga úr akstri í þéttbýli þar sem fyrir er þróað og skilvirkt kerfi almenningssamgangna. Þá má alveg velta því fyrir sér hvernig það fari saman við stefnu stjórnvalda um að gera stærri landsvæði að einu atvinnusvæði, eins og til dæmis á við um höfuðborgarsvæðið og suðvesturhornið, að þeir sem kjósa að sækja vinnu um lengri veg skuli með því orðnir sannkallaðir ofurskattgreiðendur vegna mikilla álagna hins opinbera á eldsneytisverð. Þá er til þess að horfa að álitamál getur verið hvaða bílar teljist vistvænstir þegar allt er til tekið. Framleiðsla rafhlaðna í rafmagnsbíla er óhemjumengandi iðnaður. Því hefur verið haldið fram að þegar horft er til bæði framleiðslu og alls líftíma bíls, að förgun meðtalinni, þá sé vistspor rafmagnsbílsins stærra heldur en jafnvel amerískra bensínháka. Hvað sem því líður eru fá merki um að vægi einkabílsins fari minnkandi í lífi landsmanna. Með aukinni hagsæld hefur innflutningur bíla aukist á ný og horfur á að meðalaldur þeirra bíla sem hér eru í umferð fari lækkandi. Lækki verð ökutækja verður sú þróun örari, en líkt og Bílgreinasambandið hefur bent á, þá eru nýrri bílar bæði sparneytnari og öruggari en eldri bílar. Náist samstaða um að draga úr álögum á ökutæki mætti ná fram ávinningi bæði hvað þjóðarhag og umhverfi varðar. Orð fjármálaráðherra á Alþingi í gær lofa góðu um vilja til að stíga skref í þá átt og spennandi verður að sjá hverju tillögur starfshóps ráðherra skila.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun