Zlatan Ibrahimovic spilar síðasta landsleikinn sinn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 21:57 Zlatan Ibrahimovic kveður ekki bara PSG í sumar. Vísir/Getty Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30
PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00
Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00
Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00