Þjálfarinn hans kallaði þessa frammistöðu fáránlega | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 13:30 Skvettubræðurnar Steph Curry og Klay Thompson í viðtali eftir leik. Þeir skoruðu saman 72 stig. Vísir/Getty Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016 NBA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Klay Thompson setti nýtt NBA-met í nótt þegar hann skoraði ellefu þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum. Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum. „Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig. Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu. „Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors „Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay. „Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson. NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan. Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p 11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016 Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016
NBA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira