Svona upp á grínið ákváðum við að klippa andlit frambjóðendanna inn á myndir af fyrri forsetum til að sjá hvernig þeir taka sig út í fullum forsetaskrúða. Andlit karlanna var límt á búk Ólafs Ragnars Grímssonar en konunum var skeytt við Vigdísi Finnbogadóttur.
Hér að neðan má sjá myndaalbúm sem lesendur geta skoðað til að sjá hvernig frambjóðendurnir taka sig út. Myndunum er ekki raðað í neina sérstaka röð. Í fréttinni er einnig, til gamans, að finna kosningu þar sem hægt er að gefa til kynna hver tekur sig best út í embættisklæðunum.