Minn pólitíski óður María Elísabet Bragadóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Sólin bakaði göturnar um daginn. Túnfífillinn stakk keikur upp kollinum milli hellusteina, vorboðinn ljúfi. Þegar sólin skín breytist göngulag Íslendinga og verður vaggandi eins og við séum óvön föstu landi. Dveljum kannski neðansjávar bróðurpart ársins en tökum ekki eftir því. Híbýli undirdjúpanna eldfornar káetur, dökkbrúnn viður og dauflýsandi luktir. Eilíft rökkur. Syndum svo upp á yfirborðið þegar vorar. Kljúfum demantsbláa vatnsskorpu, súpum hveljur. Sólskinið skiljanlega viðbrigði. Kallar loksins á glaðleg og opin samskipti. Við vinkona mín sátum í sólbaði á bekk við hliðina á keri kúffullu af svartri mold og háttvísum páskaliljum. Reyndum að játast góða veðrinu fullkomlega. Okkur var bumbult af hamingju. Íhugaði sjálf að leggjast á grasbala skammt frá, sleikja maísólina eins og afvelta köttur. Rölta jafnvel niður að tjarnarbakka, finna strigaskóna sökkva í gljúpan jarðveg og vaða út í kalt og forugt vatnið. Klifra svo upp á nærliggjandi sjóðheitt bílhúdd, leggjast eins og krossfiskur og sólþurrka mig. Stara upp í himinhvolfið. Blindast af glóandi hvítri festingunni. - Páskaliljur eru ómótstæðilegar. Angurværar með drúpandi höfuð. Prúðar gamlar frænkur en æðisgengnar á litinn. Það blundar í þeim tryllingur. - Satt. Hvern kýstu í forsetann? - Hallast að húsflugu sem liggur í andarslitrunum í gluggakistunni minni. Alls ekki ánamaðkinn. - Sammála. Dásamlegt veður. Myndirðu saga af þér fótinn fyrir fleiri blíðviðrisdaga? - Góða besta! Hausinn! Myndi afhausa mig fyrir þá. - Yndislegt. Yndislegt!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Sólin bakaði göturnar um daginn. Túnfífillinn stakk keikur upp kollinum milli hellusteina, vorboðinn ljúfi. Þegar sólin skín breytist göngulag Íslendinga og verður vaggandi eins og við séum óvön föstu landi. Dveljum kannski neðansjávar bróðurpart ársins en tökum ekki eftir því. Híbýli undirdjúpanna eldfornar káetur, dökkbrúnn viður og dauflýsandi luktir. Eilíft rökkur. Syndum svo upp á yfirborðið þegar vorar. Kljúfum demantsbláa vatnsskorpu, súpum hveljur. Sólskinið skiljanlega viðbrigði. Kallar loksins á glaðleg og opin samskipti. Við vinkona mín sátum í sólbaði á bekk við hliðina á keri kúffullu af svartri mold og háttvísum páskaliljum. Reyndum að játast góða veðrinu fullkomlega. Okkur var bumbult af hamingju. Íhugaði sjálf að leggjast á grasbala skammt frá, sleikja maísólina eins og afvelta köttur. Rölta jafnvel niður að tjarnarbakka, finna strigaskóna sökkva í gljúpan jarðveg og vaða út í kalt og forugt vatnið. Klifra svo upp á nærliggjandi sjóðheitt bílhúdd, leggjast eins og krossfiskur og sólþurrka mig. Stara upp í himinhvolfið. Blindast af glóandi hvítri festingunni. - Páskaliljur eru ómótstæðilegar. Angurværar með drúpandi höfuð. Prúðar gamlar frænkur en æðisgengnar á litinn. Það blundar í þeim tryllingur. - Satt. Hvern kýstu í forsetann? - Hallast að húsflugu sem liggur í andarslitrunum í gluggakistunni minni. Alls ekki ánamaðkinn. - Sammála. Dásamlegt veður. Myndirðu saga af þér fótinn fyrir fleiri blíðviðrisdaga? - Góða besta! Hausinn! Myndi afhausa mig fyrir þá. - Yndislegt. Yndislegt!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun