Þvæla að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2016 19:11 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, bendir á að kostnaðurinn við gervigras er ekki minni heldur en við alvöru gras en mikil umræða um gervigras hefur sprottið upp eftir fyrstu umferðir Pepsi-deildar karla. FH-ingar spila á grasi og ætla sér ekki að breyta því en völlur liðsins er í frábæru standi miðað við árstíma enda vel haldið utan um hann. „Við erum í góðu samstarfi við Golfklúbbinn Keili og höfum verið það síðan 1990. Þeir eru með yfirumsjón yfir vellinum og svo vinnur vallarstjórinn okkar mjög náið með þeim,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Menn vilja vera á grasi. Menn fara í æfingaferðir erlendis til að spila á grasi en ekki gervigrasi og öll stærstu lið Evrópu spila á grasi.“ Birgir segir það ekki ódýrara að leggja gervigrasvöll og halda honum við. „Fyrst og fremst er það stofnkostnaðurinn. Það kostar um 130 milljónir að leggja gervigrasvöll með undirlagi og öllu saman. Til að geta nýtt það sem æfingasvæði allan veturinn þarftu flóðljós og almennileg flóðljós kosta um 100 milljónir. Þarna ertu kominn með 230 milljónir í byrjunarkostnað,“ sagði Birgir. „Ofan á þetta þarftu viðhald. Það þarf að bursta völlinn að lágmarki þrisvar sinnum í viku. Það er algengur misskilningur að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi. Það er bara þvæla.“ „Ég veit ekki um neitt bæjarfélag sem getur hent út 230 milljónum með vinstri. Svo þarf að hafa íhuga að ef menn vilja keppa á gervigrasi og hafa það sem líkast alvöru grasi þarf að skipta því út á þriggja til fjögurra ára fresti. Það kostar ekki 130 milljónir en kannski 50 milljónir. Þennan pening þurfa menn að taka inn í jöfnuna,“ sagði Birgir Jóhannsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, bendir á að kostnaðurinn við gervigras er ekki minni heldur en við alvöru gras en mikil umræða um gervigras hefur sprottið upp eftir fyrstu umferðir Pepsi-deildar karla. FH-ingar spila á grasi og ætla sér ekki að breyta því en völlur liðsins er í frábæru standi miðað við árstíma enda vel haldið utan um hann. „Við erum í góðu samstarfi við Golfklúbbinn Keili og höfum verið það síðan 1990. Þeir eru með yfirumsjón yfir vellinum og svo vinnur vallarstjórinn okkar mjög náið með þeim,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Menn vilja vera á grasi. Menn fara í æfingaferðir erlendis til að spila á grasi en ekki gervigrasi og öll stærstu lið Evrópu spila á grasi.“ Birgir segir það ekki ódýrara að leggja gervigrasvöll og halda honum við. „Fyrst og fremst er það stofnkostnaðurinn. Það kostar um 130 milljónir að leggja gervigrasvöll með undirlagi og öllu saman. Til að geta nýtt það sem æfingasvæði allan veturinn þarftu flóðljós og almennileg flóðljós kosta um 100 milljónir. Þarna ertu kominn með 230 milljónir í byrjunarkostnað,“ sagði Birgir. „Ofan á þetta þarftu viðhald. Það þarf að bursta völlinn að lágmarki þrisvar sinnum í viku. Það er algengur misskilningur að viðhald á gervigrasi sé minna en á alvöru grasi. Það er bara þvæla.“ „Ég veit ekki um neitt bæjarfélag sem getur hent út 230 milljónum með vinstri. Svo þarf að hafa íhuga að ef menn vilja keppa á gervigrasi og hafa það sem líkast alvöru grasi þarf að skipta því út á þriggja til fjögurra ára fresti. Það kostar ekki 130 milljónir en kannski 50 milljónir. Þennan pening þurfa menn að taka inn í jöfnuna,“ sagði Birgir Jóhannsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira