Sjáðu ræðuna hans Stephen Curry í gær | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 09:15 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, var í gær valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það var ekki nóg með að þessi litli og netti bakvörður tæki þessi verðlaun annað árið í röð heldur varð hann sá fyrsti í sögunni til að fá öll atkvæði í boði. 130 fjölmiðlamenn sem starfa við það að fjalla um NBA-deildina að staðaldri tóku þátt í kjörinu og allir settu Stephen Curry í fyrsta sætið. Stephen Curry átti líka stórbrotið tímabil, leiddi deildina í stigum (30,1 í leik), þriggja stiga körfum (403), stolnum boltum (2,1) og vítanýtingu (90,8 prósent) auk þess að vera í öðru sæti yfir bestu þriggja stiga nýtingu (45,4 prósent) þrátt fyrir að skora 5,4 þrista að meðaltali í leik. Stephen Curry bætti stigaskor sitt um 6,3 stig frá því í fyrra þegar hann var líka kosinn bestur en enginn leikmaður sem var valinn bestur hefur náð að bæta sig jafnmikið í stigaskori á næsta tímabili á eftir. Stephen Curry fékk verðlaunin daginn eftir að hann snéri til baka eftir meiðsli sem kostuðu hann fjóra leiki. Stephen Curry skoraði 40 stig í fyrsta leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum og setti nýtt NBA-met með því að skora 17 stig í fimm mínútna framlengingu. Það er orðið mikil hefð fyrir því að þeir leikmenn sem eru kosnir bestir í NBA haldi eftirminnilegar og dramatískar ræður og hér fyrir neðan má sjá ræðu Stephen Curry frá því í gær. NBA Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, var í gær valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það var ekki nóg með að þessi litli og netti bakvörður tæki þessi verðlaun annað árið í röð heldur varð hann sá fyrsti í sögunni til að fá öll atkvæði í boði. 130 fjölmiðlamenn sem starfa við það að fjalla um NBA-deildina að staðaldri tóku þátt í kjörinu og allir settu Stephen Curry í fyrsta sætið. Stephen Curry átti líka stórbrotið tímabil, leiddi deildina í stigum (30,1 í leik), þriggja stiga körfum (403), stolnum boltum (2,1) og vítanýtingu (90,8 prósent) auk þess að vera í öðru sæti yfir bestu þriggja stiga nýtingu (45,4 prósent) þrátt fyrir að skora 5,4 þrista að meðaltali í leik. Stephen Curry bætti stigaskor sitt um 6,3 stig frá því í fyrra þegar hann var líka kosinn bestur en enginn leikmaður sem var valinn bestur hefur náð að bæta sig jafnmikið í stigaskori á næsta tímabili á eftir. Stephen Curry fékk verðlaunin daginn eftir að hann snéri til baka eftir meiðsli sem kostuðu hann fjóra leiki. Stephen Curry skoraði 40 stig í fyrsta leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum og setti nýtt NBA-met með því að skora 17 stig í fimm mínútna framlengingu. Það er orðið mikil hefð fyrir því að þeir leikmenn sem eru kosnir bestir í NBA haldi eftirminnilegar og dramatískar ræður og hér fyrir neðan má sjá ræðu Stephen Curry frá því í gær.
NBA Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira