Ný Top Gear upphitunarstikla Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 09:55 Sýningar á nýjum Top Gear þáttum hefjast í þessum mánuði og víst er að margir hafa beðið eftir sýningum þeirra. Þeir Top Gear menn hafa verið duglegir að hita mannskapinn upp og líklega er hér að sjá síðustu stikluna í þeirri upphitunarröð. Í henni er allt sem svangir áhugamenn vilja sjá, Mustang dekkjabruni, Viper útbúinn sem stríðstól, kappakstur við herþotu, Chris Evans ælandi, torfæruakstur og miklu meira. Þessi stikla er reyndar óvenju löng, eða 1 mínúta og 45 sekúndur af bílaklámi. Þarna má einnig sjá Matt LeBlanc á ótrúlega lélegum bílum, nokkrir Ferrari, McLaren og Corvettu bílar teknir til kostanna, Sabina Schitz, Jenson Button, Stig og nokkur atriði þar sem ökumenn þessara bíla allra voru svo hræddir að gæsahúðin og sviti spruttu fram. Semsagt 105 sekúndur af gleði og sjón er sögu ríkari sem fyrr. Bílar video Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Sýningar á nýjum Top Gear þáttum hefjast í þessum mánuði og víst er að margir hafa beðið eftir sýningum þeirra. Þeir Top Gear menn hafa verið duglegir að hita mannskapinn upp og líklega er hér að sjá síðustu stikluna í þeirri upphitunarröð. Í henni er allt sem svangir áhugamenn vilja sjá, Mustang dekkjabruni, Viper útbúinn sem stríðstól, kappakstur við herþotu, Chris Evans ælandi, torfæruakstur og miklu meira. Þessi stikla er reyndar óvenju löng, eða 1 mínúta og 45 sekúndur af bílaklámi. Þarna má einnig sjá Matt LeBlanc á ótrúlega lélegum bílum, nokkrir Ferrari, McLaren og Corvettu bílar teknir til kostanna, Sabina Schitz, Jenson Button, Stig og nokkur atriði þar sem ökumenn þessara bíla allra voru svo hræddir að gæsahúðin og sviti spruttu fram. Semsagt 105 sekúndur af gleði og sjón er sögu ríkari sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent