NBA: Golden State komið áfram í úrslit Vesturdeildarinnar | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira