Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2016 19:45 Bjarni Jóhannsson og lærisveinar hans misstu af sigri. VÍSIR/ERNIR ÍBV og nýliðara Ólsara skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins. Eftir frekar tíðindalítinn leik var það Sigurður Grétar Benónýsson sem kom ÍBV yfir með fallegu marki á 83. mínútu. Hann þrumaði knettinum í netið úr teignum framhjá Einari Hjörleifssyni sem kom í markið fyrir meidan Cristian Martínez. Fjórum mínútum fyrir leikslok var dæmd afar umdeild vítaspyrna á Eyjamenn. Hrvoje Tokic fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, hans þriðja mark á tímabilinu. Þetta mark tryggði Ólsurum eitt stig. Ólsararar eru enn taplausir eftir þrjár umferðir en liðið er með sjö stig. ÍBV er með fjögur stig eftir jafnteflið í kvöld. Víkingar frá Ólafsvík sóttu eitt stig til Eyja með því að ná 1-1 jafntefli. Leikurinn var lokaður framan af en opnaðist upp á gátt í lokin. Eyjamenn vilja meina að þeir hafi verið rændir þar sem Víkingar fengu ódýra vítaspyrnu í lokin, þeir hafa mikið til síns máls.Hvers vegna varð jafntefli? Eyjamenn komust yfir undir lok leiksins þar sem Sigurður Grétar Benónýsson losaði sig við Aleix Acame og lék síðan á Tomasz Luba. Því næst bombaði Sigurður boltanum í fjær hornið en Einar Hjörleifsson átti ekki séns í skotið. Eyjamenn voru varla hættir að fagna þegar Víkingar voru komnir í sókn. Þar gerði Hrvoje Tokic frábærlega og veiddi Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara leiksins í gildru. Tokic fleygði sér í jörðina þegar Jonathan Barden sparkaði boltanum frá honum. Hann var einungis að leita að snertingunni og ákvað að láta á það reyna að plata Guðmund, dómara leiksins. Skiljanlega voru Eyjamenn æfir yfir dómnum og eftir að hafa séð dóminn í endursýningu get ég fullyrt að þetta var ekki vítaspyrna.Þessir stóðu upp úr Sigurður Grétar Benónýsson spilaði leikinn fyrir Eyjamenn en hann gerði eina mark þeirra. Hann lagði miðverði Víkinga nánast í einelti þar sem hann var alltaf mættur á þá þegar þeir fengu boltann. Sigurður kórónaði leik sinn og skoraði mark á 83. mínútu leiksins þar sem hann skildi Tomasz Luba eftir í reyk og lék á Aleix Acame áður en hann bombaði boltanum í netið. Sigurður er uppalinn Eyjamaður og einungis einn af tveimur í liði ÍBV. Hann gefur ÍBV liðinu eitthvað sem þeim vantaði gegn Fjölni, hann elti varnarmenn gestanna uppi hvar sem var á vellinum. Hann spilaði með KFS í 3. deildinni í fyrra og átti marga góða leiki, þá spilaði hann einnig alla leiki 2. flokks og raðaði þar inn mörkum. Bilið á milli 3. deildar og Pepsi-deildar er stórt og bilið á milli 2. flokks og Pepsi-deildar er það einnig. Sigurður virðist þó hafa komið enn sterkari inn í þetta tímabil heldur en það síðasta og er líklega tilbúinn að spila með stóru strákunum.Hvað gerist næst? Víkingar hafa byrjað mótið af miklum krafti og unnu fyrstu tvo leiki sína gegn liðum sem var spáð góðu gengi í sumar. Blikar voru lagðir á heimavelli í fyrstu umferð en Valsarar á Ólafsvík í þeirri næstu. Í dag komu þeir með leikskipulag sem virtist ganga mjög vel. Þeir treystu á að vinna boltann hátt á vellinum eða að beita skyndisóknum, þess á milli voru þeir traustir varnarlega og spilaði Tomasz Luba frábærlega. Hann missti þó af Sigurði Grétari og endaði í jörðinni undir lokin þegar Sigurður skoraði. Þeir virðast vera með leikskipulag sem allir treysta og trúa á og það á eftir að koma þeim langt í sumar. Í dag fengu þeir stig en það var ekki skipulaginu að þakka, þeir geta þakkað Guðmundi Ársæli fyrir stigið.Bjarni Jóhannsson: Ráðum ekki við svona vitleysisgang dómarans „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, en hann var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn í jafntefli við Ólafsvíkinga í kvöld. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar.“ „Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“ Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann. „Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.Ejub Purisevic: Fannst brotið á okkar manni í marki ÍBV „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist finnst mér þetta sanngjörn niðurstaða,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, eftir eitt stig úti í Eyjum. „Frá 75. mínútu urðum við þungir og þreyttir og sama má segja um ÍBV. Bæði lið eiga hrós skilið því bæði voru að sækja til sigurs og vildu vinna. Við vorum baráttuglaðir, heiðarlegir og reyndum að spila,“ sagði Ejub en það getur varla talist heiðarlegt af Hrvoje Tokic þegar hann henti sér niður inn í teig Eyjamanna. Bjarni vildi meina að Víkingar hefðu fengið gefins víti, hvað segir Ejub um það? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta, því það var svo langt frá. Ef hann sparkaði í hann þá er þetta víti en ég get ekki sagt neitt. Okkur fannst brotið á okkar manni þegar ÍBV skoraði. Það er kannski lang best að einhver annar dæmi um það frekar en ég og Bjarni.“ Cristian Liberato, markvörður Víkinga, meiddist í dag og þurti að fara af velli, hver er staðan á honum? „Mér skilst að þetta hafi verið eitthvað í rifbeinunum, tvö eða þrjú eru brákuð eða brotin. Þetta eru ekki góð tíðindi en ég á eftir að tala betur við starfsfólk mitt.“ Þetta er fyrsti leikurinn sem Ólsarar vinna ekki í sumar, var þetta lélegasti leikur þeirra? „Mér fannst hann alls ekki lélegur, ÍBV voru líka góðir í dag. Það vantaði kannski gæði upp á í spilamennsku. Þessi völlur er mjög góður miðað við aðra velli á Íslandi en mér fannst leikurinn ekki lélegur gegn mjög góðu liði í dag.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
ÍBV og nýliðara Ólsara skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins. Eftir frekar tíðindalítinn leik var það Sigurður Grétar Benónýsson sem kom ÍBV yfir með fallegu marki á 83. mínútu. Hann þrumaði knettinum í netið úr teignum framhjá Einari Hjörleifssyni sem kom í markið fyrir meidan Cristian Martínez. Fjórum mínútum fyrir leikslok var dæmd afar umdeild vítaspyrna á Eyjamenn. Hrvoje Tokic fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, hans þriðja mark á tímabilinu. Þetta mark tryggði Ólsurum eitt stig. Ólsararar eru enn taplausir eftir þrjár umferðir en liðið er með sjö stig. ÍBV er með fjögur stig eftir jafnteflið í kvöld. Víkingar frá Ólafsvík sóttu eitt stig til Eyja með því að ná 1-1 jafntefli. Leikurinn var lokaður framan af en opnaðist upp á gátt í lokin. Eyjamenn vilja meina að þeir hafi verið rændir þar sem Víkingar fengu ódýra vítaspyrnu í lokin, þeir hafa mikið til síns máls.Hvers vegna varð jafntefli? Eyjamenn komust yfir undir lok leiksins þar sem Sigurður Grétar Benónýsson losaði sig við Aleix Acame og lék síðan á Tomasz Luba. Því næst bombaði Sigurður boltanum í fjær hornið en Einar Hjörleifsson átti ekki séns í skotið. Eyjamenn voru varla hættir að fagna þegar Víkingar voru komnir í sókn. Þar gerði Hrvoje Tokic frábærlega og veiddi Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara leiksins í gildru. Tokic fleygði sér í jörðina þegar Jonathan Barden sparkaði boltanum frá honum. Hann var einungis að leita að snertingunni og ákvað að láta á það reyna að plata Guðmund, dómara leiksins. Skiljanlega voru Eyjamenn æfir yfir dómnum og eftir að hafa séð dóminn í endursýningu get ég fullyrt að þetta var ekki vítaspyrna.Þessir stóðu upp úr Sigurður Grétar Benónýsson spilaði leikinn fyrir Eyjamenn en hann gerði eina mark þeirra. Hann lagði miðverði Víkinga nánast í einelti þar sem hann var alltaf mættur á þá þegar þeir fengu boltann. Sigurður kórónaði leik sinn og skoraði mark á 83. mínútu leiksins þar sem hann skildi Tomasz Luba eftir í reyk og lék á Aleix Acame áður en hann bombaði boltanum í netið. Sigurður er uppalinn Eyjamaður og einungis einn af tveimur í liði ÍBV. Hann gefur ÍBV liðinu eitthvað sem þeim vantaði gegn Fjölni, hann elti varnarmenn gestanna uppi hvar sem var á vellinum. Hann spilaði með KFS í 3. deildinni í fyrra og átti marga góða leiki, þá spilaði hann einnig alla leiki 2. flokks og raðaði þar inn mörkum. Bilið á milli 3. deildar og Pepsi-deildar er stórt og bilið á milli 2. flokks og Pepsi-deildar er það einnig. Sigurður virðist þó hafa komið enn sterkari inn í þetta tímabil heldur en það síðasta og er líklega tilbúinn að spila með stóru strákunum.Hvað gerist næst? Víkingar hafa byrjað mótið af miklum krafti og unnu fyrstu tvo leiki sína gegn liðum sem var spáð góðu gengi í sumar. Blikar voru lagðir á heimavelli í fyrstu umferð en Valsarar á Ólafsvík í þeirri næstu. Í dag komu þeir með leikskipulag sem virtist ganga mjög vel. Þeir treystu á að vinna boltann hátt á vellinum eða að beita skyndisóknum, þess á milli voru þeir traustir varnarlega og spilaði Tomasz Luba frábærlega. Hann missti þó af Sigurði Grétari og endaði í jörðinni undir lokin þegar Sigurður skoraði. Þeir virðast vera með leikskipulag sem allir treysta og trúa á og það á eftir að koma þeim langt í sumar. Í dag fengu þeir stig en það var ekki skipulaginu að þakka, þeir geta þakkað Guðmundi Ársæli fyrir stigið.Bjarni Jóhannsson: Ráðum ekki við svona vitleysisgang dómarans „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, en hann var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn í jafntefli við Ólafsvíkinga í kvöld. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar.“ „Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“ Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann. „Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.Ejub Purisevic: Fannst brotið á okkar manni í marki ÍBV „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist finnst mér þetta sanngjörn niðurstaða,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara, eftir eitt stig úti í Eyjum. „Frá 75. mínútu urðum við þungir og þreyttir og sama má segja um ÍBV. Bæði lið eiga hrós skilið því bæði voru að sækja til sigurs og vildu vinna. Við vorum baráttuglaðir, heiðarlegir og reyndum að spila,“ sagði Ejub en það getur varla talist heiðarlegt af Hrvoje Tokic þegar hann henti sér niður inn í teig Eyjamanna. Bjarni vildi meina að Víkingar hefðu fengið gefins víti, hvað segir Ejub um það? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta, því það var svo langt frá. Ef hann sparkaði í hann þá er þetta víti en ég get ekki sagt neitt. Okkur fannst brotið á okkar manni þegar ÍBV skoraði. Það er kannski lang best að einhver annar dæmi um það frekar en ég og Bjarni.“ Cristian Liberato, markvörður Víkinga, meiddist í dag og þurti að fara af velli, hver er staðan á honum? „Mér skilst að þetta hafi verið eitthvað í rifbeinunum, tvö eða þrjú eru brákuð eða brotin. Þetta eru ekki góð tíðindi en ég á eftir að tala betur við starfsfólk mitt.“ Þetta er fyrsti leikurinn sem Ólsarar vinna ekki í sumar, var þetta lélegasti leikur þeirra? „Mér fannst hann alls ekki lélegur, ÍBV voru líka góðir í dag. Það vantaði kannski gæði upp á í spilamennsku. Þessi völlur er mjög góður miðað við aðra velli á Íslandi en mér fannst leikurinn ekki lélegur gegn mjög góðu liði í dag.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira