Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:27 Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann. vísir/anton brink Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira