Luis Suarez hlaut gullskóinn á Spáni, en hann tryggði sér titilinn með því að skora þrennu gegn Granada í dag.
Suarez skoraði samtals 40 mörk í leikjunum 38 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði 14 mörk í síðustu fimm leikjunum.
Úrúgvæinn endaði fimm mörkum fyrir ofan Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Real Madrid, en hann vann titilinn í fyrra
Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem Ronaldo eða Lionel Messi vinna ekki þennan titil, en síðastur til að vinna þennan titilin fyrir utan þá tvo var Diego Forlan.
Messi endaði í þriðja sætinu með 26 mörk, en Suarez hefur skorað 60 mörk í 52 leikjum á tímabilinu í þessu magnaða liði.
Suarez sá fyrsti í sjö ár til að taka gullskóinn af Ronaldo og Messi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn