Karl-Anthony Towns nýliði ársins í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2016 17:30 Karl-Anthony Towns er einn sá allra efnilegasti í dag. vísir/getty Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Karl-Anthony Towns, miðherji Minnesota Timberwolves, var í dag útnefndur nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta en líkt og Stephen Curry í valinu á leikmanni ársins fékk Town einróma kosningu. Allir 130 fréttamennirnir og sérfræðingarnir sem hafa atkvæðisrétt settu Towns í fyrsta sætið á undan Lettanum Kristaps Porzingis hjá New York Knicks. Hann var annar með yfirburðum, fékk 117 atkvæði í annað sætið. Aðrir voru ekki einu sinni líklegir en Nikola Jokic hjá Denver Nuggets var í þriðja sæti í kosningunni. Hann fékk sjö atkvæði í annað sætið en 38 í þriðja sætið og endaði þar. Karl-Anthony Towns er annar leikmaður Minnesota í röð sem hlýtur þessa nafnbót en í fyrra var Kanadamaðurinn Andrew Wiggins kosinn nýliði ársins. Timberwolves er með ungt og gríðarlega spennandi lið sem verður áhugavert að fylgjast með á næstu árum. Towns var valinn númer eitt í nýliðavalinu í fyrra en hann spilaði með Kentucky-háskólanum sem tapaði ekki leik í háskólaboltanum á síðustu leiktíð fyrr en í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þessi tvítugi miðherji skilaði 18,3 stigum að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 10,5 fráköst og gaf tvær stoðsendindingar. Þá varði hann 1,7 skot að meðaltali í leik og skaut 81,1 prósent af vítalínunni.Minnesota @Timberwolves Forward @KarlTowns named UNANIMOUS @Kia NBA Rookie of the Year! #KiaROY pic.twitter.com/RyOf48K8Ek— NBA (@NBA) May 16, 2016 OFFICIAL: Karl-Anthony Towns named 2015-16 KIA NBA Rookie of the Year in #UNANIMOUS Vote! #Back2Back #PowerOfThePack pic.twitter.com/Hel8dk57tE— Timberwolves (@Timberwolves) May 16, 2016
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira