Sjáðu Tiger setja þrjú högg í röð í vatnið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2016 10:30 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði og ár. Vísir/Getty Tiger Woods átti erfiða stund á fjölmiðladegi í gær fyrir Quicken Loans-mótið sem fer fram í lok júní. Woods stillti sér upp á teig á par þrjú holu og fékk þrjár tilraunir til að koma sér yfir vatnið sem var á milli teigs og flatar. En honum mistókst í öll þrjú skiptin eins og sjá má hér fyrir neðan. „Þess vegna þarf ég upphitun,“ sagði hann eftir þriðja höggið en hann hafði áður kvartað undan stífleika. Óvíst er hvort að Tiger muni spila á Opna bandaríska meistaramótinu um miðjan júní og svo Quicken-Loans mótið sem er viku síðar. Hann sagði að hann fengi þessa spurningu oft - hvenær hann myndi spila næst. „Ég hef verið að æfa mig heima og það hefur gengið vel. Ég vildi gjarnan geta sagt hvenær ég spila næst en ég veit það bara ekki.“ Tiger sagði enn fremur að hann hefur ekki afskrifað þann möguleika að bæta met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á ferlinum, né heldur met Sam Snead sem vann 82 PGA-mót. Tiger hefur unnið 79 PGA-mót og fjórtán risamót. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti erfiða stund á fjölmiðladegi í gær fyrir Quicken Loans-mótið sem fer fram í lok júní. Woods stillti sér upp á teig á par þrjú holu og fékk þrjár tilraunir til að koma sér yfir vatnið sem var á milli teigs og flatar. En honum mistókst í öll þrjú skiptin eins og sjá má hér fyrir neðan. „Þess vegna þarf ég upphitun,“ sagði hann eftir þriðja höggið en hann hafði áður kvartað undan stífleika. Óvíst er hvort að Tiger muni spila á Opna bandaríska meistaramótinu um miðjan júní og svo Quicken-Loans mótið sem er viku síðar. Hann sagði að hann fengi þessa spurningu oft - hvenær hann myndi spila næst. „Ég hef verið að æfa mig heima og það hefur gengið vel. Ég vildi gjarnan geta sagt hvenær ég spila næst en ég veit það bara ekki.“ Tiger sagði enn fremur að hann hefur ekki afskrifað þann möguleika að bæta met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á ferlinum, né heldur met Sam Snead sem vann 82 PGA-mót. Tiger hefur unnið 79 PGA-mót og fjórtán risamót.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira