Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víkinga Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. maí 2016 22:45 Igor Taskovic og Haukur Páll Sigurðsson eigast við. Vísir/vilhelm Víkingur Reykjavík er enn án sigurs í Pepsi-deildinni eftir 2-2 jafntefli gegn Val á heimavelli í kvöld en varamaðurinn Óttar Magnús Bjarnason tryggði heimamönnum stig með góðum skalla stuttu fyrir leikslok.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Víkingsvelli og tók meðfylgjandi myndir. Víkingar voru betri í fyrri hálfleik og leiddu verðskuldað í hálfleik 1-0 eftir mark frá Alex Frey Hilmarssyni en Valsmönnum tókst mun betur að skapa sér færi í seinni hálfleik og var Haukur Páll Sigurðsson allt í öllu í sóknarleik liðsins. Kristinn Freyr kom Valsmönnum aftur inn í leikinn eftir klaufanlegan varnarleik Víkings og stuttu síðar kom Haukur Páll Valsmönnum yfir með glæsilegu skoti frá vítateigsboganum. Óttari Magnúsi tókst hinsvegar að bjarga stigi fyrir Víking með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir að hafa komið inn sem varamaður er hann skallaði fyrirgjöf Ívars í netið.Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleiks en náðu ekki að skapa sér færin til að taka stærra forskot inn í hálfleik. Á sama tíma gekk Valsmönnum illa að fóta sig á misjöfnu grasi á Víkingsvallarins. Í seinni hálfleik fóru Valsmenn að senda boltann hátt á Hauk Pál sem skallaði niður á liðsfélaga sína með góðum árangri. Kom fyrra mark Valsmanna eftir innkast þar sem Víkingar fjölmenntu í baráttuna gegn Hauki og seinna markið kom þegar boltinn féll fyrir Hauk eftir skallaeinvígi og hann náði að leggja boltann glæsilega í fjærhornið. Þetta virtist vekja leikmenn Víkings til lífsins sem uppskáru jöfnunarmark tíu mínútum fyrir leikslok og fengu rétt eins og Valsmenn færi til að stela sigrinum áður en lokaflautið gall. Valsmenn munu eflaust kvarta undan því þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson benti leikmönnum að halda áfram skömmu fyrir leikslok þegar Alan Lowing virtist fella Nikolaj Hansen innan vítateigsins.Þessir stóðu upp úr: Alex Freyr Hilmarsson var afar sprækur í fyrri hálfleikur og komu hann að flestum af sóknum Víkinga í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hann stóðu Igor Taskovic og Ívar Örn Jónsson vakt sína á miðjunni vel í kvöld. Óttar Magnús kom af krafti inn af bekknum hjá Víking og var hann öflugur í sóknarleiknum í seinni hálfleik þegar Alex missti aðeins taktinn. Í liði Valsmanna átti Haukur Páll góðan leik og fór sóknarleikur liðsins í gegnum hann í seinni hálfleik. Hélt hann sífellt áfram að berjast í skallaeinvígunum allt til loka leiksins og var greinilegt að fyrirliðinn ætlaði sér þrjú stig í leik kvöldsins.Hvað gekk illa? Framherjar liðanna, Rolf Toft og Gary Martin, hafa báðir átt betri daga í Pepsi-deildinni og voru þeir báðir teknir af velli í seinni hálfleik eftir bragðdaufa frammistöðu. Gary Martin tókst þó að taka þátt í uppspili Víkinga í fyrri hálfleik og tengdi oft vel við liðsfélaga sína en Rolf Toft var einfaldlega slakur í þessum leik og verður fróðlegt að sjá hvort hann haldi sæti sínu í liðinu mikið lengur þegar Nikolaj Hansen snýr aftur.Hvað gerist næst? Víkingar eiga erfitt verkefni framundan þegar þeir mæta Eyjamönnum á einum af erfiðustu útivöllum landsins, Hásteinsvelli. Leikmenn liðsins virtust hengja örlítið haus eftir jöfnunarmark Valsmanna og eru leikmenn liðsins eflaust orðnir hungraðir í að vinna fyrsta leik sumarsins. Valsmenn aftur á móti mæta nýliðum Þróttar sem unnu óvæntan 2-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Verður fróðlegt að sjá hvort Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, reyni að hrista upp í sóknarleik liðsins, til að koma betri flæði í leik liðsins. Ólafur: Vorum einfaldlega ekki með í fyrri hálfleikÓlafur hugsi á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm„Þetta eru blendnar tilfinningar, maður tekur stig af erfiðum útivelli gegn góðu liði en mér fannst við vera komnir með leikinn í seinni hálfleik þegar við komumst yfir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, aðspurður hvort hann tæki stiginu fagnandi eða færi svekktur heim eftir tvö töpuð stig. Ólafur var ekkert af skafa af því þegar hann var spurður út í andlausa frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Það var ekkert sem benti til þess að eitthvað væri að í undirbúningnum en við vorum einfaldlega ekki með í fyrri hálfleik. Við tókum í raun bara þátt í 40. mínútur í dag en ég var feginn að fá þá inn í hálfleik til að gera reynt að leiðrétta hluti,“ sagði Ólafur hreinskilinn. Ólafur hrósaði Hauki Pál fyrir baráttuna í dag en Valsmenn spiluðu mikið upp á Hauk í seinni hálfleik. „Við áttum í erfiðleikum með völlinn og við þurftum að breyta til í seinni hálfleik. Við reyndum að breyta til og það gekk mun betur að sækja í seinni hálfleik.“ Ólafur var vonsvikinn með jöfnunarmark Víkinga í seinni hálfleik. „Við erum með hávaxið og sterkt lið og eigum að geta komið í veg fyrir mörk eins og þessi,“ sagði Ólafur sem sagði fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum vera vonbrigði. „Auðvitað eru það vonbrigði að vera aðeins með fjögur stig, þetta er minna en við vonuðum eftir. Það er fínt að fá stig á erfiðum útivelli en uppskeran hefur vissulega ekki verið nægilega góð í upphafi móts,“ sagði Ólafur. Milos: Lítum vel út á æfingarsvæðinu en erum hikstandi í leikjumAlex kemur Víkingum yfir í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm„Ekki spyrja mig afhverju en við mætum ekki til leiks, aftur, í seinni hálfleik því ég veit ekki svarið. Ég þarf að fara að finna lausn á þessu,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svekktur eftir jafnteflið í kvöld. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og við virtumst ekkert læra af sömu mistökum sem við gerðum gegn Stjörnunni. Við lítum vel út á æfingarsvæðinu en þegar við komum í leikina erum við eitthvað hikstandi.“ Milos talaði um að þetta væri súrsætt stig og að Víkingar þyrftu að vera aðeins heppnari í sínum aðgerðum. „Við náum að jafna metin og fáum færi til að klára leikinn en úr því sem komið var þetta súrsætt stig. Ég er á því að maður skapi sína eigin heppni en við virðumst vera að svindla á einhverju öðru sviði eða eigum eitthvað inni því okkur skortir smá heppni,“ sagði Milos og hélt áfram: „Við skorum mark og fáum færi til að klára leikinn en náum því ekki og þá kemur eitthvað stress í strákana. Við þurfum að komast yfir þetta því 1-0 á að duga til sigurs í fótboltaleikjum.“ Milos tók undir að það væri áhyggjuefni að vera enn án sigurs eftir fjórar umferðir. „Við erum á tvo yfir pari eftir fjóra erfiða leiki. Ég þarf að axla ábyrgð eftir fjóra leiki án sigurs rétt eins og ég myndi hrósa strákunum eftir sigurleiki. Spilamennskan hefur verið í lagi en stigasöfnunin hefur ekki verið eftir því,“ sagði Milos að lokum. Haukur Páll: Þurfum að sætta okkur við stig„Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og við þurfum að sætta okkur við eitt. Við erum auðvitað fúlir með það,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, aðspurður hvort Valsmenn væru svekktir að hafa misst niður forskotið skömmu fyrir leikslok í dag. Valsliðinu gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik í kvöld og komst spilamennska liðsins aldrei á flug. „Við töluðum um að halda boltanum og spila okkar leik en það gekk illa í fyrri hálfleik þar sem völlurinn var erfiður. Eftir að við breyttum leikskipulaginu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks stórbatnaði spilamennskan.“ Haukur færði sig ofar á völlinn í seinni hálfleik og fór sóknarleikur liðsins í gegnum hann. „Óli talaði um að beita háum boltum í seinni hálfleik og að reyna að færa okkur ofar á völlinn. Við vildum auðvitað halda áfram að reyna að spila boltanum en okkur tókst vel að beita löngum boltum.“ Haukur Páll kom Valsmönnum yfir með glæsilegu marki en hann var svekktur að það hefði ekki dugað í kvöld. „Þetta var flott mark en það hefði verið betra ef það hefði tryggt okkur þrjú stig. Við ætluðum okkur að vinna hérna í kvöld og okkur tókst að vinna okkur aftur inn í leikinn en þeir komust því miður aftur inn í leikinn og tóku stig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Víkingur Reykjavík er enn án sigurs í Pepsi-deildinni eftir 2-2 jafntefli gegn Val á heimavelli í kvöld en varamaðurinn Óttar Magnús Bjarnason tryggði heimamönnum stig með góðum skalla stuttu fyrir leikslok.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Víkingsvelli og tók meðfylgjandi myndir. Víkingar voru betri í fyrri hálfleik og leiddu verðskuldað í hálfleik 1-0 eftir mark frá Alex Frey Hilmarssyni en Valsmönnum tókst mun betur að skapa sér færi í seinni hálfleik og var Haukur Páll Sigurðsson allt í öllu í sóknarleik liðsins. Kristinn Freyr kom Valsmönnum aftur inn í leikinn eftir klaufanlegan varnarleik Víkings og stuttu síðar kom Haukur Páll Valsmönnum yfir með glæsilegu skoti frá vítateigsboganum. Óttari Magnúsi tókst hinsvegar að bjarga stigi fyrir Víking með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir að hafa komið inn sem varamaður er hann skallaði fyrirgjöf Ívars í netið.Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleiks en náðu ekki að skapa sér færin til að taka stærra forskot inn í hálfleik. Á sama tíma gekk Valsmönnum illa að fóta sig á misjöfnu grasi á Víkingsvallarins. Í seinni hálfleik fóru Valsmenn að senda boltann hátt á Hauk Pál sem skallaði niður á liðsfélaga sína með góðum árangri. Kom fyrra mark Valsmanna eftir innkast þar sem Víkingar fjölmenntu í baráttuna gegn Hauki og seinna markið kom þegar boltinn féll fyrir Hauk eftir skallaeinvígi og hann náði að leggja boltann glæsilega í fjærhornið. Þetta virtist vekja leikmenn Víkings til lífsins sem uppskáru jöfnunarmark tíu mínútum fyrir leikslok og fengu rétt eins og Valsmenn færi til að stela sigrinum áður en lokaflautið gall. Valsmenn munu eflaust kvarta undan því þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson benti leikmönnum að halda áfram skömmu fyrir leikslok þegar Alan Lowing virtist fella Nikolaj Hansen innan vítateigsins.Þessir stóðu upp úr: Alex Freyr Hilmarsson var afar sprækur í fyrri hálfleikur og komu hann að flestum af sóknum Víkinga í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hann stóðu Igor Taskovic og Ívar Örn Jónsson vakt sína á miðjunni vel í kvöld. Óttar Magnús kom af krafti inn af bekknum hjá Víking og var hann öflugur í sóknarleiknum í seinni hálfleik þegar Alex missti aðeins taktinn. Í liði Valsmanna átti Haukur Páll góðan leik og fór sóknarleikur liðsins í gegnum hann í seinni hálfleik. Hélt hann sífellt áfram að berjast í skallaeinvígunum allt til loka leiksins og var greinilegt að fyrirliðinn ætlaði sér þrjú stig í leik kvöldsins.Hvað gekk illa? Framherjar liðanna, Rolf Toft og Gary Martin, hafa báðir átt betri daga í Pepsi-deildinni og voru þeir báðir teknir af velli í seinni hálfleik eftir bragðdaufa frammistöðu. Gary Martin tókst þó að taka þátt í uppspili Víkinga í fyrri hálfleik og tengdi oft vel við liðsfélaga sína en Rolf Toft var einfaldlega slakur í þessum leik og verður fróðlegt að sjá hvort hann haldi sæti sínu í liðinu mikið lengur þegar Nikolaj Hansen snýr aftur.Hvað gerist næst? Víkingar eiga erfitt verkefni framundan þegar þeir mæta Eyjamönnum á einum af erfiðustu útivöllum landsins, Hásteinsvelli. Leikmenn liðsins virtust hengja örlítið haus eftir jöfnunarmark Valsmanna og eru leikmenn liðsins eflaust orðnir hungraðir í að vinna fyrsta leik sumarsins. Valsmenn aftur á móti mæta nýliðum Þróttar sem unnu óvæntan 2-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Verður fróðlegt að sjá hvort Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, reyni að hrista upp í sóknarleik liðsins, til að koma betri flæði í leik liðsins. Ólafur: Vorum einfaldlega ekki með í fyrri hálfleikÓlafur hugsi á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm„Þetta eru blendnar tilfinningar, maður tekur stig af erfiðum útivelli gegn góðu liði en mér fannst við vera komnir með leikinn í seinni hálfleik þegar við komumst yfir,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, aðspurður hvort hann tæki stiginu fagnandi eða færi svekktur heim eftir tvö töpuð stig. Ólafur var ekkert af skafa af því þegar hann var spurður út í andlausa frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Það var ekkert sem benti til þess að eitthvað væri að í undirbúningnum en við vorum einfaldlega ekki með í fyrri hálfleik. Við tókum í raun bara þátt í 40. mínútur í dag en ég var feginn að fá þá inn í hálfleik til að gera reynt að leiðrétta hluti,“ sagði Ólafur hreinskilinn. Ólafur hrósaði Hauki Pál fyrir baráttuna í dag en Valsmenn spiluðu mikið upp á Hauk í seinni hálfleik. „Við áttum í erfiðleikum með völlinn og við þurftum að breyta til í seinni hálfleik. Við reyndum að breyta til og það gekk mun betur að sækja í seinni hálfleik.“ Ólafur var vonsvikinn með jöfnunarmark Víkinga í seinni hálfleik. „Við erum með hávaxið og sterkt lið og eigum að geta komið í veg fyrir mörk eins og þessi,“ sagði Ólafur sem sagði fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum vera vonbrigði. „Auðvitað eru það vonbrigði að vera aðeins með fjögur stig, þetta er minna en við vonuðum eftir. Það er fínt að fá stig á erfiðum útivelli en uppskeran hefur vissulega ekki verið nægilega góð í upphafi móts,“ sagði Ólafur. Milos: Lítum vel út á æfingarsvæðinu en erum hikstandi í leikjumAlex kemur Víkingum yfir í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm„Ekki spyrja mig afhverju en við mætum ekki til leiks, aftur, í seinni hálfleik því ég veit ekki svarið. Ég þarf að fara að finna lausn á þessu,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings, svekktur eftir jafnteflið í kvöld. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og við virtumst ekkert læra af sömu mistökum sem við gerðum gegn Stjörnunni. Við lítum vel út á æfingarsvæðinu en þegar við komum í leikina erum við eitthvað hikstandi.“ Milos talaði um að þetta væri súrsætt stig og að Víkingar þyrftu að vera aðeins heppnari í sínum aðgerðum. „Við náum að jafna metin og fáum færi til að klára leikinn en úr því sem komið var þetta súrsætt stig. Ég er á því að maður skapi sína eigin heppni en við virðumst vera að svindla á einhverju öðru sviði eða eigum eitthvað inni því okkur skortir smá heppni,“ sagði Milos og hélt áfram: „Við skorum mark og fáum færi til að klára leikinn en náum því ekki og þá kemur eitthvað stress í strákana. Við þurfum að komast yfir þetta því 1-0 á að duga til sigurs í fótboltaleikjum.“ Milos tók undir að það væri áhyggjuefni að vera enn án sigurs eftir fjórar umferðir. „Við erum á tvo yfir pari eftir fjóra erfiða leiki. Ég þarf að axla ábyrgð eftir fjóra leiki án sigurs rétt eins og ég myndi hrósa strákunum eftir sigurleiki. Spilamennskan hefur verið í lagi en stigasöfnunin hefur ekki verið eftir því,“ sagði Milos að lokum. Haukur Páll: Þurfum að sætta okkur við stig„Við ætluðum okkur þrjú stig í dag og við þurfum að sætta okkur við eitt. Við erum auðvitað fúlir með það,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, aðspurður hvort Valsmenn væru svekktir að hafa misst niður forskotið skömmu fyrir leikslok í dag. Valsliðinu gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik í kvöld og komst spilamennska liðsins aldrei á flug. „Við töluðum um að halda boltanum og spila okkar leik en það gekk illa í fyrri hálfleik þar sem völlurinn var erfiður. Eftir að við breyttum leikskipulaginu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks stórbatnaði spilamennskan.“ Haukur færði sig ofar á völlinn í seinni hálfleik og fór sóknarleikur liðsins í gegnum hann. „Óli talaði um að beita háum boltum í seinni hálfleik og að reyna að færa okkur ofar á völlinn. Við vildum auðvitað halda áfram að reyna að spila boltanum en okkur tókst vel að beita löngum boltum.“ Haukur Páll kom Valsmönnum yfir með glæsilegu marki en hann var svekktur að það hefði ekki dugað í kvöld. „Þetta var flott mark en það hefði verið betra ef það hefði tryggt okkur þrjú stig. Við ætluðum okkur að vinna hérna í kvöld og okkur tókst að vinna okkur aftur inn í leikinn en þeir komust því miður aftur inn í leikinn og tóku stig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira