Anton Sveinn McKee er kominn í úrslitasundið í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi.
Hann náði fjórða besta tímanum inn í undanúrslitin og mun því synda sitt annað úrslitasund á morgun.
Íslenski sundmaðurinn var fyrstur þegar að keppnin var hálfnuð, en hann endaði í þriðja sæti í sínum undanúrslitariðli á 2:10,91.
Ross Murdoch frá Bretland kom fyrstur í mark en hann synti á 2:09.72 mínútum eða 1.19 sekúndum á undan okkar manni.
Fylgstu með lýsingu hér.
Anton Sveinn fjórði inn í úrslitin

Tengdar fréttir

Anton Sveinn með þriðja besta tímann
Fór auðveldlega í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m laug.

Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur
Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London.

Eygló Ósk aftur í undanúrslit
Varð með tólfta besta tímann í undanrásum í 100 m baksundi í morgun.

Ætlaði mér að synda miklu hraðar
Eygló Ósk Gústafsdóttir lenti í 6. sæti í 200 metra baksundi á EM í London í gær. Anton Sveinn McKee endaði í 7. sæti í 100 metra bringusundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir náði góðum tíma í sömu grein.