Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 22:02 Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst eru bornir þungum sökum af systkinum sínum. Vísir/Valli/Pjetur Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira