Freyr: Skil ekki ákvörðunina að spila á gervigrasi en Harpa skálar í kampavíni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 15:30 Freyr Alexandersson með aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni og markvarðaþjálfaranum Ólafi Péturssyni. vísir/stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58
Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15
Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32