61 útlendingur af 22 þjóðerni í liðunum tólf í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2016 11:30 Daninn Patrick Pedersen var markahæstur í Pepsi-deildinni í fyrra en sextán landar hans spila í deildinni í ár. Vísir/Vilhelm Pepsi-deild karla í fótbolta hefst í dag með fjórum leikjum en spilað verður í Laugardalnum, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi og á Hlíðarenda. Félögin tólf hafa þegar sett nýtt met í fjölda erlendra leikmanna. Liðin hafa verið duglegt að styrkja sig í vetur og það vekur mikla athygli hversu margir erlendir leikmenn eru komnir inn í deildina.Morgunblaðið tók það saman að erlendum leikmönnum í efstu deild karla hefur fjölgað mjög frá síðasta ári. Í fyrra voru 43 erlendir leikmenn í liðunum tólf þegar Íslandsmótið hófst en núna eru þeir 61 talsins og hafa aldrei verið jafn margir. 61 erlendur leikmaður þýðir að það eru yfir fimm útlendingar að meðaltali í hverju liði. Eyjamenn eru með tíu útlendinga í sínu liði og geta því næstum því stillt upp heilu byrjunarliði af erlendum leikmönnum. Íslandsmeistarar FH eru síðan með næstflesta erlenda leikmenn ásamt nýliðum Víkinga úr Ólafsvík en þau eru með átta útlendinga hvort félag. Fæstir erlendir leikmenn eru hjá ÍA, Fylki og Stjörnunni eða tveir hjá hverju liði. Það verður einnig að teljast líklegt að erlendu leikmönnunum munu fjölga þegar líður á sumarið. Alls koma þessir erlendir leikmenn frá 22 löndum eða: Danmörku (16), Englandi (10), Króatíu (4), Bosníu (3), Brasilíu (3), Skotlandi (3), Spáni (3), Belgíu (2), El Salvador (2), Færeyjum (2), Serbíu (2), Bandaríkjunum (1), Hollandi (1), Jamaíku (1), Kósóvó (1), Makedóníu (1), Malí (1), Noregi (1), Póllandi (1), Svíþjóð (1), Trínidad og Tóbagó (1) og Úganda (1). Fyrsti leikur tímabilsins er á milli nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH á Þróttaravelli í Laugardal og hefst hann klukkan 16.00. Þar gætu spilað fimmtán útlendingar en FH er með átta slíka en Þróttur hefur sjö erlenda leikmenn innanborðs. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta hefst í dag með fjórum leikjum en spilað verður í Laugardalnum, í Vestmannaeyjum, í Kópavogi og á Hlíðarenda. Félögin tólf hafa þegar sett nýtt met í fjölda erlendra leikmanna. Liðin hafa verið duglegt að styrkja sig í vetur og það vekur mikla athygli hversu margir erlendir leikmenn eru komnir inn í deildina.Morgunblaðið tók það saman að erlendum leikmönnum í efstu deild karla hefur fjölgað mjög frá síðasta ári. Í fyrra voru 43 erlendir leikmenn í liðunum tólf þegar Íslandsmótið hófst en núna eru þeir 61 talsins og hafa aldrei verið jafn margir. 61 erlendur leikmaður þýðir að það eru yfir fimm útlendingar að meðaltali í hverju liði. Eyjamenn eru með tíu útlendinga í sínu liði og geta því næstum því stillt upp heilu byrjunarliði af erlendum leikmönnum. Íslandsmeistarar FH eru síðan með næstflesta erlenda leikmenn ásamt nýliðum Víkinga úr Ólafsvík en þau eru með átta útlendinga hvort félag. Fæstir erlendir leikmenn eru hjá ÍA, Fylki og Stjörnunni eða tveir hjá hverju liði. Það verður einnig að teljast líklegt að erlendu leikmönnunum munu fjölga þegar líður á sumarið. Alls koma þessir erlendir leikmenn frá 22 löndum eða: Danmörku (16), Englandi (10), Króatíu (4), Bosníu (3), Brasilíu (3), Skotlandi (3), Spáni (3), Belgíu (2), El Salvador (2), Færeyjum (2), Serbíu (2), Bandaríkjunum (1), Hollandi (1), Jamaíku (1), Kósóvó (1), Makedóníu (1), Malí (1), Noregi (1), Póllandi (1), Svíþjóð (1), Trínidad og Tóbagó (1) og Úganda (1). Fyrsti leikur tímabilsins er á milli nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH á Þróttaravelli í Laugardal og hefst hann klukkan 16.00. Þar gætu spilað fimmtán útlendingar en FH er með átta slíka en Þróttur hefur sjö erlenda leikmenn innanborðs.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira