Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:22 Branderburgarhliðið í Berlín, einnum vinsælasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. vísir/getty Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira