Fiat Chrysler græðir meira en Peugeot Citroën minna Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 16:21 Jeep Wrangler Renegade. Góð sala á bílum Jeep hjálpaði Fiat Crysler að ná mesta hagnaði af rekstri fyrsta ársfjórðungs í sögu fyrirtækisins. Hagnaðurinn nam 67 milljörðum króna. Sala bíla Jeep jókst um 15% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins og seldust alls 326.000 Jeep bílar. Heildarsala bíla Fiat Chrysler minnkaði þó um 3% milli ára og nam 1.086.000 bílum en hagnaður af sölu þeirra jókst um 7,2%. Öndvert við marga aðra bílaframleiðendur þá var hagnaður af sölu bíla Fiat Chrysler í S-Ameríku, þrátt fyrir að salan þar hafi fallið um 24% á milli ára. Hagnaður á Kyrrafssvæði Asíu féll um heil 82% og 47% samdráttur varð þar í sölu. Fiat Chrysler hefur birt hagnaðarspá fyrir árið í heild sem kveður á um 266 milljarða króna hagnað. Söluminnkun á mörgum heimssvæðum hjá PSA Ekki var um eins gott uppgjör að ræða hjá franska bílaframleiðandanum PSA Peugeot Citroën en þar á bæ minnkaði hagnaður um 1,4% á fyrsta ársfjórðungi. Sala bíla PSA skilaði 1,5% minni tekjum en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs og tala seldra bíla lækkaði um 1,7%. Það er aðallega vegna minnkandi sölu í Kína, Indlandi, á Kyrrahafssvæði Asíu og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Söluaukning um 16% í S-Ameríku og 5,9% í Evrópu vóg ekki upp söluminnkunina á hinum heimssvæðunum. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Góð sala á bílum Jeep hjálpaði Fiat Crysler að ná mesta hagnaði af rekstri fyrsta ársfjórðungs í sögu fyrirtækisins. Hagnaðurinn nam 67 milljörðum króna. Sala bíla Jeep jókst um 15% á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins og seldust alls 326.000 Jeep bílar. Heildarsala bíla Fiat Chrysler minnkaði þó um 3% milli ára og nam 1.086.000 bílum en hagnaður af sölu þeirra jókst um 7,2%. Öndvert við marga aðra bílaframleiðendur þá var hagnaður af sölu bíla Fiat Chrysler í S-Ameríku, þrátt fyrir að salan þar hafi fallið um 24% á milli ára. Hagnaður á Kyrrafssvæði Asíu féll um heil 82% og 47% samdráttur varð þar í sölu. Fiat Chrysler hefur birt hagnaðarspá fyrir árið í heild sem kveður á um 266 milljarða króna hagnað. Söluminnkun á mörgum heimssvæðum hjá PSA Ekki var um eins gott uppgjör að ræða hjá franska bílaframleiðandanum PSA Peugeot Citroën en þar á bæ minnkaði hagnaður um 1,4% á fyrsta ársfjórðungi. Sala bíla PSA skilaði 1,5% minni tekjum en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs og tala seldra bíla lækkaði um 1,7%. Það er aðallega vegna minnkandi sölu í Kína, Indlandi, á Kyrrahafssvæði Asíu og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Söluaukning um 16% í S-Ameríku og 5,9% í Evrópu vóg ekki upp söluminnkunina á hinum heimssvæðunum.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent