Aukning í sölu bíla í apríl 74,2% Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:31 Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
Mikil aukning varð í sölu bíla í nýliðnum aprílmánuði, eða sem nemur 74,2 prósentum. Í mánuðinum seldust 2.273 nýir bílar, en þeir voru 1.305 í sama mánuði í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.apríl í ár hefur aukist um 63,6% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 5.878 á móti 3.594 miðað við sama tímabil 2015, eða aukning um 2.284 bíla. Góður gangur er í endurnýjun bílaflotans og er mikilvægt að sú þróun haldi áfram þar sem meðalaldur bíla er enn hár hér á landi. Nýir bílar eyða og menga umtalsvert minna en þeir sem eldri eru en meðaleyðsla og útblástur bíla hefur dregist saman um 40% frá árinu 2005 til dagsins í dag og þeirri þróun er hvergi lokið, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent