BMW M760i í tilefni 100 ára afmælis BMW Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 12:15 BMW M760i afmælisútgáfa. Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent