Segir viðbrögð markaðarins öfgafull Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2016 14:57 Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti. Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, telur viðbrögð markaðarins við sölusamdrátt hjá fyrirtækinu milli ára hafa verið öfgafull. Þetta sagði hann í viðtali í gærkvöldi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að tæknirisinn Apple hefði boðað 13 prósenta samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple?Forsvarsmenn Apple forðast fjölmiðla en Tim Cook samþykkti viðtal við Mad Money á CNBC í gær í ljósi þess að hlutabréf í Apple höfðu lækkað í átta daga í röð, um ellefu prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá fyrirtækinu síðan árið 1998. Í viðtalinu benti Cook á að fjórðungurinn hefði gengið mjög vel samkvæmt eðlilegum mælikvörðum, hins vegar hefði hann verið undir væntingum markaðsaðila. Cook sagði að Apple væri ekki að minnka í vinsældum meðal viðskiptavina sinna. iPhone eigandi væri mun líklegri til að kaupa sér uppfærðan iPhone en aðra tegund síma þegar hann skiptir um síma. Ef sala á iPhone símum er að dragast saman er þó ljóst að fyrirtækinu vantar aðra söluvöru. Cook sagði að Apple myndi færa neytendum vörur í framtíðinni sem þeir gætu ekki lifað án, hins vegar þekkja neytendur í dag ekki þessar vörur. Hann sagði þetta alltaf hafa verið markmið Apple. Cook telur að Apple Watch muni drífa vöxt hjá fyrirtækinu. Hann benti á að nú væri snjallúrið einungis í sölu í 14 þúsund verslunum og því væru miklir möguleikar á vexti.
Tengdar fréttir Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Milljarðamæringur losar sig við öll bréfin í Apple Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Carl Icahn hefur selt allan hlut sinn í Apple. 29. apríl 2016 10:09
Hvað er að gerast hjá Apple? Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan? 27. apríl 2016 15:45