Fótbolti

Ronaldo: Ég er kominn í sögubækurnar hvort sem fólki líkar það eða ekki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo er búinn að skora 93 mörk í Meistaradeildinni.
Cristiano Ronaldo er búinn að skora 93 mörk í Meistaradeildinni. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, veit að markamet hans í Meistaradeild Evrópu í fótbolta er nú þegar búið að tryggja honum góðan kafla í fótboltasögunni. Ronaldo er langmarkahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi með 93 mörk, tíu mörkum meira en hans helsti keppinautur, Lionel Messi.

Ronaldo verður í eldlínunni í kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabéu í Madrid. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

„Ég efast ekki um að ég mun eiga minn kafla í fótboltasögunni. Tölurnar tala fyrir sig sjálfar hvort sem fólki líkar það eða ekki,“ segir Ronaldo í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég verð við toppinn ásamt hinum. Sumir eru ánægðir með það en sumir ekki. Vafalítið er ég nú þegar kominn í sögubækurnar.“

Ronaldo er nú þegar búinn að skora 16 mörk í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en hann var ekki með Real Madrid í fyrri leiknum gegn Manchester City. Hann getur bætt við metið sitt í kvöld og hjálpað spænska liðinu í úrslitaleikinn sem yrði sá 14. í sögu félagsins.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Markahæstu leikmenn í sögu Meistaradeildarinnar:

Cristiano Ronaldo - 93

Lionel Messi - 71

Raúl - 71

Ruud van Nistelrooy - 56

Thierry Henry - 50




Fleiri fréttir

Sjá meira


×