VW Golf GTI Clubsport sló metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:15 Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent
Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent