Tveggja ára fangelsi: Reynslumikill nuddari stakk fingri í leggöng konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2016 16:53 Nuddarinn sagðist hafa starfað við iðn sína í 22 ár. Vísir/Getty Reynslumikill nuddari var í Héraðsdómi Reykavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun mðe því að stinga fingur sínum inn í leggöng konu sem sótti nudd til hans. Brotið átti sér stað í júní 2012. Nuddarinn Sverrir Hjaltason hefur starfað við iðn sína í á þriðja áratug og neitaði sök. Konan leitaði til Sverris vegna verkja í mjóbaki. Fyrst gekk nuddið eðlilega fyrir sig þar sem konan lá á maganum og maðurinn nuddaði á henni bakið. Bað hann hana síðar um að afklæðast og bað hana um að fara einnig úr nærbuxunum. Bar hann fyrir sig að hann væri orðinn svo þreyttur í olnbogunum eftir nuddið og nærbuxurnar úr svo stífu efni, sem sært hafi olnbogana. Við nuddið hafi svo fingur hans runnið til og farið inn í leggöng konunnar.Langavitleysa fyrir dómstólum Dómur féll fyrst í héraði haustið 2012 og hlaut Sverrir þá tveggja ára dóm. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur heim í hérað og fallist á kröfu ákærða um að fá að kalla til dómkvadda matsmenn. Í héraði hafði dómsformaður hafnað þeirri beiðni en þess í stað stuðst við sérfróða meðdómsmenn. Segja má að í kjölfarið hafi farið af stað kostuleg atburðarás. Dómkvöddu matsmennirnir skiluðu sínu mati sem verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, var ekki sáttur við. Óskaði hann eftir því að yfirmatsmenn yrðu kallaðir til. Á fundi verjandans með yfirmatsmönnum kastaðist í kekki á milli þeirra með þeim afleiðingum að Björgvin gerði þá kröfu að yfirmatsmenn myndu víkja sæti í málinu. Dómsformaðurinn Arngrímur Ísberg hafnaði þeirri kröfu sem verjandinn fór með fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur féllst á kröfu Björgvins verjanda. Þá taldi Björgvin Arngrím einnig vanhæfan í málinu og þurftu því dómsformaður og meðdómendur að víkja. Símon Sigvaldason var skipaður nýr dómsformaður og fór aðalmeðferð í málinu loks fram nú í apríl. Tafirnar má þó einnig rekja til veikinda Sverris. Kynntust nuddaðferðinni við mat sitt Dómkvaddir yfirmatsmenn sögðu að aðferðin sem Sverrir beitti með því að þrýsta á vöðva nærri spangarsvæðinu væri til, þó svo hún væri ekki notuð hér á landi. Þeir hafi fyrst heyrt af aðferðinni þegar þeir unnu yfirmatið. Slíkt nudd gæti gagnast fólki við ákveðnar aðstæður. Hins vegar þyrfti að fara mjög varlega þegar nuddað væri svo nærri kynfærasvæði og gera það í nánu samráði við skjólstæðing. Í niðurstöðu dómsins segir að hún ráðist að langstærstum hluta af trúverðugleika framburða ákærða og brotaþola. Framburður Sverris var talinn ótrúverðugur um tiltekin atriði en hann hafi sjálfur talað um hve reynslumikill nuddari hann væri. „ Honum var því ljóst mikilvægi þess að þegar nuddað væri nærri kynfærasvæði væri það gert í fullu samráði við skjólstæðing og væri skjólstæðingurinn upplýstur um hvert skref, sem og tilgang með því. Þrátt fyrir þetta lýsti ákærði fyrir dóminum að hann hafi helst ekki viljað nudda brotaþola þar sem hún hafi verið erfiður skjólstæðingur.“ Engu að síður hafi hann ákveðið undir lok meðferðarinnar og án þess að leita samþykkis að þrýsta á vöðva við spangarsvæði brotaþola. Misræmi í framburði nuddara „Það gerði ákærði án þess að þekkja brotaþola svo til neitt, en brotaþoli var að koma í sinn fyrsta tíma til ákærða. Var brotaþoli á þessum tíma án nærfata og einungis með lak yfir hluta líkamans. Ákærði fór þess á leit við brotaþola að hún afklæddist nærfatnaði við nuddið. Gerði það enn ríkari kröfur til þess að ákærði sýndi mikla aðgát og tillitssemi við nuddið. Er framburður ákærða um þessa háttsemi sína og aðstæður haldinn talsverðum ótrúverðugleikablæ.“ Þá sé misræmi í framburði hans hjá lögrelgu og fyrir dómi um ásætður þess að fingur hans snertu sköp brotaþola. Hjá lögreglu bar ákærði að hann hafi runnið í kremi og af þeim ástæðum snert sköp brotaþola. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekkert krem hafa notað á þetta svæði og hafi það ekki verið ástæða þess að fingur hans kom við sköp brotaþola. Konan hafi á hinn bóginn verið trúverðug í frásögn sinni. Samræmi sé í hennar frásögn. Eftir að nuddtímanum lauk var konan mjög miður sín og greindi sambýlismanni sínum og vinkonu frá atvikunum. Hún brotnaði saman og leitaði í kjölfarið til sálfræðings sem staðfesti að hún hefði orðið fyrir miklu áfalli í nuddtímanum, en það renndi stoðum undir frásögn konunnar. Má telja líklegt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar í ljósi staðfastrar neitunar ákærða og þess tíma sem málið hefur tekið fyrir dómstólum.Dóminn í heild má lesa hér. Tengdar fréttir Nuddari grunaður um nauðgun Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil. 27. september 2012 16:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Reynslumikill nuddari var í Héraðsdómi Reykavíkur í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun mðe því að stinga fingur sínum inn í leggöng konu sem sótti nudd til hans. Brotið átti sér stað í júní 2012. Nuddarinn Sverrir Hjaltason hefur starfað við iðn sína í á þriðja áratug og neitaði sök. Konan leitaði til Sverris vegna verkja í mjóbaki. Fyrst gekk nuddið eðlilega fyrir sig þar sem konan lá á maganum og maðurinn nuddaði á henni bakið. Bað hann hana síðar um að afklæðast og bað hana um að fara einnig úr nærbuxunum. Bar hann fyrir sig að hann væri orðinn svo þreyttur í olnbogunum eftir nuddið og nærbuxurnar úr svo stífu efni, sem sært hafi olnbogana. Við nuddið hafi svo fingur hans runnið til og farið inn í leggöng konunnar.Langavitleysa fyrir dómstólum Dómur féll fyrst í héraði haustið 2012 og hlaut Sverrir þá tveggja ára dóm. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur heim í hérað og fallist á kröfu ákærða um að fá að kalla til dómkvadda matsmenn. Í héraði hafði dómsformaður hafnað þeirri beiðni en þess í stað stuðst við sérfróða meðdómsmenn. Segja má að í kjölfarið hafi farið af stað kostuleg atburðarás. Dómkvöddu matsmennirnir skiluðu sínu mati sem verjandinn, Björgvin Þorsteinsson, var ekki sáttur við. Óskaði hann eftir því að yfirmatsmenn yrðu kallaðir til. Á fundi verjandans með yfirmatsmönnum kastaðist í kekki á milli þeirra með þeim afleiðingum að Björgvin gerði þá kröfu að yfirmatsmenn myndu víkja sæti í málinu. Dómsformaðurinn Arngrímur Ísberg hafnaði þeirri kröfu sem verjandinn fór með fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur féllst á kröfu Björgvins verjanda. Þá taldi Björgvin Arngrím einnig vanhæfan í málinu og þurftu því dómsformaður og meðdómendur að víkja. Símon Sigvaldason var skipaður nýr dómsformaður og fór aðalmeðferð í málinu loks fram nú í apríl. Tafirnar má þó einnig rekja til veikinda Sverris. Kynntust nuddaðferðinni við mat sitt Dómkvaddir yfirmatsmenn sögðu að aðferðin sem Sverrir beitti með því að þrýsta á vöðva nærri spangarsvæðinu væri til, þó svo hún væri ekki notuð hér á landi. Þeir hafi fyrst heyrt af aðferðinni þegar þeir unnu yfirmatið. Slíkt nudd gæti gagnast fólki við ákveðnar aðstæður. Hins vegar þyrfti að fara mjög varlega þegar nuddað væri svo nærri kynfærasvæði og gera það í nánu samráði við skjólstæðing. Í niðurstöðu dómsins segir að hún ráðist að langstærstum hluta af trúverðugleika framburða ákærða og brotaþola. Framburður Sverris var talinn ótrúverðugur um tiltekin atriði en hann hafi sjálfur talað um hve reynslumikill nuddari hann væri. „ Honum var því ljóst mikilvægi þess að þegar nuddað væri nærri kynfærasvæði væri það gert í fullu samráði við skjólstæðing og væri skjólstæðingurinn upplýstur um hvert skref, sem og tilgang með því. Þrátt fyrir þetta lýsti ákærði fyrir dóminum að hann hafi helst ekki viljað nudda brotaþola þar sem hún hafi verið erfiður skjólstæðingur.“ Engu að síður hafi hann ákveðið undir lok meðferðarinnar og án þess að leita samþykkis að þrýsta á vöðva við spangarsvæði brotaþola. Misræmi í framburði nuddara „Það gerði ákærði án þess að þekkja brotaþola svo til neitt, en brotaþoli var að koma í sinn fyrsta tíma til ákærða. Var brotaþoli á þessum tíma án nærfata og einungis með lak yfir hluta líkamans. Ákærði fór þess á leit við brotaþola að hún afklæddist nærfatnaði við nuddið. Gerði það enn ríkari kröfur til þess að ákærði sýndi mikla aðgát og tillitssemi við nuddið. Er framburður ákærða um þessa háttsemi sína og aðstæður haldinn talsverðum ótrúverðugleikablæ.“ Þá sé misræmi í framburði hans hjá lögrelgu og fyrir dómi um ásætður þess að fingur hans snertu sköp brotaþola. Hjá lögreglu bar ákærði að hann hafi runnið í kremi og af þeim ástæðum snert sköp brotaþola. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekkert krem hafa notað á þetta svæði og hafi það ekki verið ástæða þess að fingur hans kom við sköp brotaþola. Konan hafi á hinn bóginn verið trúverðug í frásögn sinni. Samræmi sé í hennar frásögn. Eftir að nuddtímanum lauk var konan mjög miður sín og greindi sambýlismanni sínum og vinkonu frá atvikunum. Hún brotnaði saman og leitaði í kjölfarið til sálfræðings sem staðfesti að hún hefði orðið fyrir miklu áfalli í nuddtímanum, en það renndi stoðum undir frásögn konunnar. Má telja líklegt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar í ljósi staðfastrar neitunar ákærða og þess tíma sem málið hefur tekið fyrir dómstólum.Dóminn í heild má lesa hér.
Tengdar fréttir Nuddari grunaður um nauðgun Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil. 27. september 2012 16:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nuddari grunaður um nauðgun Farbann yfir íslenskum nuddara, sem grunaður er um nauðgun á viðskiptavini, var staðfest í Hæstarétti í dag. Maðurinn er í farbanni að minnsta kosti til 16. október næstkomandi vegna málsins en í dómnum segir að maðurinn hafi búið erlendis um árabil. 27. september 2012 16:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent