Atvinnukreppunni að ljúka á evrusvæðinu Sæunn Gísladóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist 10,2 prósent. Vísir/EPA Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,2 prósent í lok mars. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir að atvinnuleysi muni fara undir tíu prósent innan evrusvæðisins á næsta ári, í fyrsta sinn síðan árið 2009. Því virðist nú sjá fyrir endann á atvinnukreppunni sem hefur verið viðvarandi í Evrópu frá því í efnahagskreppunni árið 2008. Atvinnulausum fór fjölgandi frá 2008 til 2013 á evrusvæðinu, en hefur fækkað stig af stigi síðan þá hefur fækkað um 2,9 milljónir í þeim nítján löndum, sem nota evruna, á síðastliðnum þremur árum. Atvinnulausum fer stöðugt fækkandi í þeim löndum sem lentu í dýpstu efnahagskreppunni, má þar nefna Spán, Írland, Portúgal og Kýpur. Hlutfall atvinnulausra lækkaði um sex prósentustig á fjórum árum á Írlandi, úr 14,7 prósentum árið 2012 í 8,6 prósent í mars 2016. Á sama tíma lækkaði hlutfall atvinnulausra úr 15,8 prósentum í 12,1 prósent. Öll þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa þurft að sæta erfiðum efnahagslegum umbótum í staðinn fyrir alþjóðlegar björgunaraðgerðir. Grikkland er eina landið sem hefur ekki upplifað viðsnúning. Spáð er 24,6 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi í ár og 23,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er um þessar mundir mest í Grikklandi þar sem það mælist 24,4 prósent og á Spáni þar sem það er 20,4 prósent. Enn eru 16,4 milljónir atvinnulausar innan evrusvæðisins. Atvinnuleysi er enn viðvarandi vandamál, sér í lagi meðal ungs fólks, þar sem það mældist 21 prósent í mars. Ungum atvinnulausum hefur þó farið ört fækkandi á síðastliðnum átján mánuðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,2 prósent í lok mars. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir að atvinnuleysi muni fara undir tíu prósent innan evrusvæðisins á næsta ári, í fyrsta sinn síðan árið 2009. Því virðist nú sjá fyrir endann á atvinnukreppunni sem hefur verið viðvarandi í Evrópu frá því í efnahagskreppunni árið 2008. Atvinnulausum fór fjölgandi frá 2008 til 2013 á evrusvæðinu, en hefur fækkað stig af stigi síðan þá hefur fækkað um 2,9 milljónir í þeim nítján löndum, sem nota evruna, á síðastliðnum þremur árum. Atvinnulausum fer stöðugt fækkandi í þeim löndum sem lentu í dýpstu efnahagskreppunni, má þar nefna Spán, Írland, Portúgal og Kýpur. Hlutfall atvinnulausra lækkaði um sex prósentustig á fjórum árum á Írlandi, úr 14,7 prósentum árið 2012 í 8,6 prósent í mars 2016. Á sama tíma lækkaði hlutfall atvinnulausra úr 15,8 prósentum í 12,1 prósent. Öll þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa þurft að sæta erfiðum efnahagslegum umbótum í staðinn fyrir alþjóðlegar björgunaraðgerðir. Grikkland er eina landið sem hefur ekki upplifað viðsnúning. Spáð er 24,6 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi í ár og 23,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er um þessar mundir mest í Grikklandi þar sem það mælist 24,4 prósent og á Spáni þar sem það er 20,4 prósent. Enn eru 16,4 milljónir atvinnulausar innan evrusvæðisins. Atvinnuleysi er enn viðvarandi vandamál, sér í lagi meðal ungs fólks, þar sem það mældist 21 prósent í mars. Ungum atvinnulausum hefur þó farið ört fækkandi á síðastliðnum átján mánuðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira