Larry Bird ætlar að skipta um þjálfara hjá Indiana-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 16:30 Larry Bird. Vísir/Getty NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
NBA-körfuboltaliðið Indiana Pacers er að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil því Larry Bird, forseti félagsins, vildi breyta til. Larry Bird, einn af bestu leikmönnum NBA frá upphafi, ræður öll í Indiana Pacers, en hann hefur starfað hjá félaginu síðan að hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið allan sinn feril með Boston Celtics. Frank Vogel hefur verið þjálfari Indiana Pacers liðsins undanfarin sex tímabil og undir hans stjórn vann liðið 250 af 431 leikjum í deildinni og 31 af 61 leik í úrslitakeppninni. Síðasti leikur Indiana Pacers undir stjórn Frank Vogel var naumt tap í oddaleik á móti Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ég ákvað það að það væri þörf á nýrri rödd," sagði Larry Bird. „Stundum er starfið mitt hundleiðinlegt. Ég hugsaði um þetta á meðan ég horfði á liðið spila á þessu tímabili," sagði Larry Bird en ESPN hefur þetta eftir honum. Larry Bird hefur verið valinn besti leikmaður (1984, 1985, 1986), besti þjálfari (1998) og besti framkvæmdastjóri (2012) í NBA-deildinni en þeirri þrennu hefur enginn annar maður náð í NBA. „Ég bjóst við meiri af liðinu en flestir. Það er mín niðurstaða að það sé best að fá nýjan þjálfara. Ég ákvað því að framlengja ekki samninginn við Frank," sagði Bird. „Ég tek það samt fram að ég er ekki að reka Vogel. Ég ákvað bara að semja ekki aftur við hann," sagði Bird. Frank Vogel tók fyrst við Indiana-liðinu tímabundið í janúar 2011 þegar Jim O'Brien var rekinn. Hann gerði flotta hluti með liðið og liðið stríddi toppliði Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það fór að ganga verr þegar Paul George fótbrotnaði og missti af nær öllu síðasta tímabili og svo sendi liðið einnig miðherjann Roy Hibbert til Los Angeles Lakers og missti reynsluboltann David West til San Antonio Spurs. Larry Bird vildi að liðið spilaði hraðari boltann og ákvað á endanum að finna nýjan þjálfara á liðið. Það verður fróðlegt að sjá hvern hann fær til að stýra Pacers-liðinu á næstu leiktíð.Óskar Ófeigur Jónsson
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira