Milner vill Henderson frekar en fyrirliðabandið í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2016 12:00 James Milner fær góð ráð frá Jürgen Klopp í gær. Vísir/Getty James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
James Milner hefur verið fyrirliði Liverpool-liðsins í fjarveru Jordan Henderson og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar með flottri frammistöðu í 3-0 sigri í seinni leiknum á móti Villarreal á Anfield í gærkvöldi. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel í Sviss en sigur í þeim leik kemur liðinu í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jordan Henderson hefur ekkert spilað með Liverpool síðan að hann fór meiddur af velli í fyrri leiknum á móti Borussia Dortmund í átta liða úrslitunum. James Milner óskar þess að Jordan Henderson verði búin að ná sér fyrir úrslitaleikinn sem verður 18. maí og hann mun glaður láta hann fá fyrirliðabandið aftur. „Það er bara frábært að vera komnir alla leið," sagði James Milner við heimasíðu Liverpool eftir leikinn í gær. „Vonandi á Hendo möguleika á því að ná úrslitaleiknum. Ef hann verður klár þá mun hann bera fyrirliðabandið í úrslitaleiknum. Við viljum allir sjá hann koma til baka," sagði Milner. „Ef að hann nær ekki leiknum þá yrði það mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði þessa fótboltafélags í þessum leik," sagði Milner. Liverpool á að baki fjórtán leiki í Evrópudeildinni á þessu tímabili og það hefur því verið mikið verk að koma liðinu alla leið í úrslitaleikinn. „Þetta er búin að vera löng leið. Við höfum spilað marga leiki í Evrópu á tímabilinu og ég hugsa til baka þegar við vorum að spila á frosnum völlum í riðlakeppninni," sagði Milner. „Við höfum slegið út fullt af góðum liðum á leið okkar og nú er framundan leikur á móti öðru góðu liði. Við höfum komið okkur í aðstöðu til að vinna titil. Þetta verður annar úrslitaleikur okkar á leiktíðinni og vonandi tekst okkur að vinna titil," sagði Milner. „Þetta félag hefur vanist því að vinna titla og það búast allir við góðum árangri hér. Félagið vill vera í úrslitaleikjum og allir í liðinu vilja nú nýta tækifærið og bæta við titilskrána," sagði Milner.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00 Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19 Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20 Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56 Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15 Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn sjá Bill Shankly í Klopp Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að koma liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Anfield sem þýðir að liðið er aðeins einum sigri frá sæti í Meistaradeildinni 2016-17. 6. maí 2016 10:00
Mikil spenna í stuðningsmönnum Liverpool á Anfeld Road | Myndband Það styttist í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Villarreal í Evrópudeild UEFA sem verður spilaður á Anfield í Liverpool í kvöld. 5. maí 2016 18:19
Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. 5. maí 2016 22:20
Klopp: Þvílík frammistaða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hátt uppi eftir að leikmenn hans unnu 3-0 sigur á Villarreal á Anfield í kvöld og tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 5. maí 2016 21:56
Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. 5. maí 2016 12:15
Formaður KSÍ eftirlitsmaður á Anfield í kvöld Geir Þorsteinsson passar upp á að allt verði í standi þegar Liverpool tekur á móti Villareal. 5. maí 2016 11:30