Hundruðum milljarða eytt í sjálfakandi bíla sem fáir vilja Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 15:57 Sjálfakandi Lexus bílar. Nýleg rannsókn J.D.Power og Kelly Blue Book í Bandaríkjunum leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum vill ekkert með sjálfakandi bíla að gera. Engu að síður eru bílaframleiðendur að eyða hundruðum milljarða króna í þróun þessháttar bíla. Margir bílaframleiðendur eru komnir mjög langt með þróun slíkra bíla og víða eru nú gerðar tilraunir með þannig búna bíla. Bílaframleiðendur telja að sjálfakandi bílar muni bæði fækka slysum og minnka umferðartafir í þéttsetnum borgum og telja því kosti þeirra umtalsverða. Flestir bílaframleiðendur hafa þó rekist á talsverðar hindranir við notkun þeirra sem eiga meðal annars rætur í illa merktum götum og akstri í myrkri. Þeir telja að eftir um áratug verði bílar þeirra mjög færir um akstur án ökumanns, en fram að því sé margt óunnið við að sannfæra bíleigendur um ágæti búnaðarins. Boston Consulting Group hefur spáð því að fjórðungur bíla sem keyptur verður árið 2035 verði búinn sjálfakandi tækni. Allt veltur það þó á því að fólk hafi áhuga á tækninni, en svo virðist ekki vera nú. Könnun J.D.Power og Kelly Blue Book sýnir að 75% aðspurðra hafi sagst aldrei ætla að kaupa sjálfakandi bíl og ástæður þess væru bæði þær að þeir treystu ekki tækninni eða hefðu mun meiri áhuga á að aka bíl sínum sjálf ánægjunnar vegna. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Nýleg rannsókn J.D.Power og Kelly Blue Book í Bandaríkjunum leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum vill ekkert með sjálfakandi bíla að gera. Engu að síður eru bílaframleiðendur að eyða hundruðum milljarða króna í þróun þessháttar bíla. Margir bílaframleiðendur eru komnir mjög langt með þróun slíkra bíla og víða eru nú gerðar tilraunir með þannig búna bíla. Bílaframleiðendur telja að sjálfakandi bílar muni bæði fækka slysum og minnka umferðartafir í þéttsetnum borgum og telja því kosti þeirra umtalsverða. Flestir bílaframleiðendur hafa þó rekist á talsverðar hindranir við notkun þeirra sem eiga meðal annars rætur í illa merktum götum og akstri í myrkri. Þeir telja að eftir um áratug verði bílar þeirra mjög færir um akstur án ökumanns, en fram að því sé margt óunnið við að sannfæra bíleigendur um ágæti búnaðarins. Boston Consulting Group hefur spáð því að fjórðungur bíla sem keyptur verður árið 2035 verði búinn sjálfakandi tækni. Allt veltur það þó á því að fólk hafi áhuga á tækninni, en svo virðist ekki vera nú. Könnun J.D.Power og Kelly Blue Book sýnir að 75% aðspurðra hafi sagst aldrei ætla að kaupa sjálfakandi bíl og ástæður þess væru bæði þær að þeir treystu ekki tækninni eða hefðu mun meiri áhuga á að aka bíl sínum sjálf ánægjunnar vegna.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent