„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Birta Björnsdóttir skrifar 6. maí 2016 19:30 Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti." Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Óhemju magn blábaktería hefur mælst í Mývatni undanfarin tvö sumur, en sú þróun hefur gríðarleg áhrif á lífríki vatnsins. Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að ástandið væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis frá þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. Þegar það sé sett í samhengi við hvarf kúluskítsins úr vatninu sé um að ræða bein orsakatengsl, en auk þess eru bleikju- og hornsílastofnar vatnsins nánast horfnir. Landvernd sendi Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, áskorun á miðvikudag þar sem ríkisstjórn Íslands er eindregið hvött til að hlaupa undir bagga með sveitarfélagi Skútustaðahrepps til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir í fráveitumálum. „Við teljum að það sé tvennt sem þarf að ráðast í núna strax. Annars vegar frárennslismálin í Reykjahlíðinni og svo hinsvegar stórauka rannsóknir og vöktun á þessum mengunarþáttum sem eru í gangi í vatninu," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það má engan tíma missa. Það er mjög aðkallandi að ráðast í þetta strax og ég hef fulla trú á að stjórnvöld muni grípa þarna inn í með skilvirkum og jákvæðum hætti," segir Guðmundur og vekur athygli á því að landsmenn geti sýnt áskoruninni stuðning með því að skrifa undir á vefsíðunni askorun.landvernd.is. Í sama streng tekur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég lít á þetta eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir eins og þetta blasið við okkur núna. Og hefur í raun fengið að ganga allt og langt. Það hefði þurft að bregðast við fyrr," segir Jón „Ég held að ríkisstjórnir þurfi að koma þarna að verki. Fámennt sveitafélag ræður ekki við þetta verkefni og við þjóðin eigum að koma þarna að," segir Jón. „Mér er alveg sama hvort við erum að tala um 100 milljónir eða einn og hálfan milljarð. Við þurfum bara að klára þetta verkefni. Við erum að tala um mestu náttúruperlu landsins sem er þekkt á alheimsvísu. Við getum ekki brugðist ábyrgð okkar og látið þetta þróast með þessum hætti."
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira