Ólafur Ragnar hættur við framboð Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 11:35 Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23