Ítalska lögreglan á 505 hestafla Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 14:27 Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio. Fiat Chrysler mun á næstunni afgreiða 800 bíla pöntun til ítölsku lögreglunnar og á meðal þeirra eru tveir Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bílar sem eru afar öflugir. Þeir eru með 505 hestafla vél og eru beinskiptir og þessir bílar verða notaðir í sérverkefni og þá ekki síst til að flytja líffæri á milli staða þegar mikið liggur við og í verkefni sem lögreglan þarf að vera einkar fljót á áfangastað. Ökumenn þessara tveggja bíla þurfa að ganga í gegnum ökuskóla hjá Alfa Romeo svo þeir verði hæfir ökumenn á þessum aflmiklu ökutækjum. Vélin í bílunum er úr áli, V6 með tveimur forþjöppum og er aflið sent til afturhjólanna. Hurðir bílsins og stuðarar eru úr áli og þakið úr koltrefjum. Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio er 3,8 sekúndur í 100 og hámarkshraðinn er 307 km/klst og hann hefur mælst fara hringinn á Nürburgring brautinni á 7 mínútum og 39 sekúndum. Það má því segja að þeir lögreglumenn sem fá að aka þessum bílum séu nokkuð öfundsverðir. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Fiat Chrysler mun á næstunni afgreiða 800 bíla pöntun til ítölsku lögreglunnar og á meðal þeirra eru tveir Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bílar sem eru afar öflugir. Þeir eru með 505 hestafla vél og eru beinskiptir og þessir bílar verða notaðir í sérverkefni og þá ekki síst til að flytja líffæri á milli staða þegar mikið liggur við og í verkefni sem lögreglan þarf að vera einkar fljót á áfangastað. Ökumenn þessara tveggja bíla þurfa að ganga í gegnum ökuskóla hjá Alfa Romeo svo þeir verði hæfir ökumenn á þessum aflmiklu ökutækjum. Vélin í bílunum er úr áli, V6 með tveimur forþjöppum og er aflið sent til afturhjólanna. Hurðir bílsins og stuðarar eru úr áli og þakið úr koltrefjum. Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio er 3,8 sekúndur í 100 og hámarkshraðinn er 307 km/klst og hann hefur mælst fara hringinn á Nürburgring brautinni á 7 mínútum og 39 sekúndum. Það má því segja að þeir lögreglumenn sem fá að aka þessum bílum séu nokkuð öfundsverðir.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent