Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2016 19:45 Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36