Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2016 19:45 Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó