Rafmagnsbílar brátt undanþegnir vegatollum í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2016 14:33 BMW i3 rafmagnsbíll hlaðinn. Þrátt fyrir að margar Evrópuþjóðir hafi undanþegið hina ýmsu skatta á rafmagnsbílum eða veitt peningalegan stuðning til kaupenda þeirra, hefur Þýskaland ekki slíkt hið sama. Fyrir þýska þinginu liggur nú frumvarp sem undanskilur vegatolla á rafmagnsbílum og á það að örva kaup á slíkum bílum. Samkvæmt lögunum verða bílarnir undanþegnir þessum sköttum í 10 ár frá kaupum. Þetta frumvarp er liður í að fjölga rafmagnsbílum á þýskum vegum úr aðeins 30.000 bílum í 1 milljón árið 2020. Það markmið mun líklega ekki nást, enda hafa þýsk yfirvöld verið afar sein að koma fram með örvun á rafmagnsbílakaupum og því eftirbátur margra annarra ríkja. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um mikla fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíl í Þýskalandi. Einnig er þar að finna markmið um að a.m.k. 20% af bílaflota í eigu ríkisins verði rafmagnsbílar og það strax í byrjun næsta árs. Þó svo að frumvarpið nú geri ekki ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu til viðbótar skattleysinu þá má vel vera að það endi einnig svo í lögunum sem sett verða og kemur það í ljós seint í þessum mánuði. Lagasetningin er rökstudd með því að eina leiðin til að viðhalda þeim mikilvæga bílaiðnaði Þýskalands, sem nú veltir 52.170 milljörðum króna á ári, sé að koma til móts við rafmagnsbílakaupendur í fyrstu og með því örva bílaframleiðendur til smíði slíkra bíla og gera þá samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent
Þrátt fyrir að margar Evrópuþjóðir hafi undanþegið hina ýmsu skatta á rafmagnsbílum eða veitt peningalegan stuðning til kaupenda þeirra, hefur Þýskaland ekki slíkt hið sama. Fyrir þýska þinginu liggur nú frumvarp sem undanskilur vegatolla á rafmagnsbílum og á það að örva kaup á slíkum bílum. Samkvæmt lögunum verða bílarnir undanþegnir þessum sköttum í 10 ár frá kaupum. Þetta frumvarp er liður í að fjölga rafmagnsbílum á þýskum vegum úr aðeins 30.000 bílum í 1 milljón árið 2020. Það markmið mun líklega ekki nást, enda hafa þýsk yfirvöld verið afar sein að koma fram með örvun á rafmagnsbílakaupum og því eftirbátur margra annarra ríkja. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um mikla fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíl í Þýskalandi. Einnig er þar að finna markmið um að a.m.k. 20% af bílaflota í eigu ríkisins verði rafmagnsbílar og það strax í byrjun næsta árs. Þó svo að frumvarpið nú geri ekki ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu til viðbótar skattleysinu þá má vel vera að það endi einnig svo í lögunum sem sett verða og kemur það í ljós seint í þessum mánuði. Lagasetningin er rökstudd með því að eina leiðin til að viðhalda þeim mikilvæga bílaiðnaði Þýskalands, sem nú veltir 52.170 milljörðum króna á ári, sé að koma til móts við rafmagnsbílakaupendur í fyrstu og með því örva bílaframleiðendur til smíði slíkra bíla og gera þá samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent