Barcelona hefur náð samkomulagi við brasilíska knattspyrnusambandið um að Neymar spili aðeins á einu móti í sumar.
Neymar vildi spila bæði á Copa America sem og á Ólympíuleikunum en það fannst vinnuveitanda hans á Spáni vera of mikið.
Viðræður stóðu yfir milli Barcelona og brasilíska sambandsins í marga mánuði vegna leikmannsins. Á endanum náðist sú niðurstaða að Neymar verður með á ÓL í Ríó en sleppir Copa America.
Copa America hefst þann 3. júní og endar 26. júní. Ólympíuleikarnir hefjast 3. ágúst og enda 21. þess mánaðar.
Leikmenn 23 ára og yngri spila á ÓL en það má vera með þrjá eldri leikmenn. Hinn 24 ára gamli Neymar verður einn af þessum eldri.

